Þessi vefur er tileinkaður minningu Hauks Hilmarssonar

sem talið er að hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í febrúar 2018

 

Leikmenn án landamæra

halda áfram baráttu Hauks fyrir betri heimi

Andóf gegn yfirvaldi

er lífæð baráttunnar fyrir frelsi manns og samfélags

Viltu styrkja starf okkar?

Söfnunarátakinu á Karolina Fund lýkur 5. júní. Einnig má leggja framlög inn á reikning 528-14-530 – kt 010973-3179

Viltu vera memm?

Viltu taka þátt í starfi leikmanna án landamæra eða aðstoða á einhvern annan hátt en með fjárframlögum?

  Sendu þá póst

Viltu skrifa greinar?

Við birtum greinar um samfélagsmál, menningu, listir, heimspeki, sögu og fræði. Áttu efni sem ætti hér heima …

  Sendu þá póst

Áttu efni um Hauk eða eftir hann?

Ef þú átt krumpað umslag með ljóði eftir Hauk eða myndir af Hauki og atburðum sem hann tók þátt í …

  Sendu þá póst

Um vefinn

Sonur minn Byltingin

Sonur minn Byltingin helgaði líf sitt andófi gegn ríkisvaldi, auðvaldi og hervaldi. Hann stóð fyrir og tók þátt í beinum aðgerðum gegn umhverfisspjöllum, kapítalisma og fasisma, bæði á Íslandi og erlendis.Hann var virkur liðsmaður Saving Iceland í baráttunni gegn Kárahnúkavirkjun, sjálfboðaliði í Palestínu, meðlimur í Heimssambandi verkafólks, virkur í hústökuhreyfingum á Íslandi og í Grikklandi.Hann var frumkvöðull í baráttu fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi og vann að björgun flóttamanna í Grikklandi.

Leikmenn án landamæra

Simon Downey tók myndinaLeikmenn án landamæra standa að verkefnasjóði Hauks Hilmarssonar. Fyrsta verkefni okkar er málþing sem ætlað er að varpa ljósi á hugsjón Hauks um frelsi hvers manns til að velja sér samastað og móta samfélag sitt. Málþingið verður haldið í ráðstefnusal Íslenskrar Erfðagreiningar laugardaginn 8. júní kl 12:00-17:00. Fleiri viðburðir verða haldnir þessa helgi.Leikmenn án landamæra vinna að betri meðferð flóttafólks og gegn þeim aðstæðum sem hrekja fólk á flótta frá heimilum sínum, þ.m.t. heimsvaldastefnu, auðræði og fjandsemi…

Vefritið

Ætlunin er að birta hér skrif Hauks, minningargreinar og annað efni sem tengist Hauki persónulega. Um leið viljum við skapa vettvang fyrir skrif um þau mál sem Hauki voru hugleikin og eru í anda hugsjóna hans um samfélag sem byggir á þátttöku, frelsi og réttlæti. Hafið endilega samband ef þið eruð með efni um jaðarpólitík, heimspeki, félagsvísindi menningu og listir sem ykkur langar að birta og gæti átt vel heima á þessum vef.Við óskum jafnframt eftir því að þeir sem…

Gegn yfirvaldi
Haukur helgaði líf sitt baráttu gegn ríkisvaldi, auðvaldi, hervaldi og að lokum trúarvaldi
Saving Iceland
Frelsisbarátta Palestínu
Anarkismi í hversdagslífinu
Búsáhaldabyltingin
Anarkistaeldhúsið
Stúdentahreyfingin Öskra
Hústökuhreyfingin
No Borders
Heimssamband verkafólks
Kúrdistan
Aðstandendur málþingsins

Miriam Rose

Flytur erindi um andóf gegn umhverfisspjöllum og stóriðju

Vésteinn Valgarðsson

Flytur erindi um frelsisbaráttu Palestínumanna

Snorri Páll Jónsson

Flytur erindi um aðkomu anarkista að Búsáhaldabyltingunni

Benjamín Julian

Flytur erindi um málefni flóttafólks

Jamie McQuilkin

Flytur erindi um Heimssamband verkafólks

Eva Hauksdóttir

Flytur erindið „Hvað rak Hauk til Kúrdistan?“

Heiða B Heiðars

Kynnir

Vigdís Hlíf Sigurðardóttir

Upplýsingafulltrúi

Borghildur B Hauksdóttir

Gjaldkeri

Una Stígsdóttir

Una vann dúkristu af galdrastafnum haukrún til styrktar verkefnasjóðnum

Lalli sjúkraliði

Lalli býður upp á leiðsögn á nokkra staði sem tengjast sögu Hauks og starfi byltingarsinna

Nýjar færslur

Especially the Nice Ones

Birt í Reykjavík Grapevine, ág. 2013It comes and goes, the rage against the Machine. Every so often it boils over, causing an uproar of surprise and dismay about the blatant abuse of power by society’s purported watchdogs.

0
Read More

Kyndill fyrir Tíbet

Þann 8. ágúst 2008 var alþjóðlegur samstöðudagur með frelsisbaráttur Tíbeta. Birgitta Jónsdóttir hafði haldið utan um samstöðuhreyfinguna Vinir Tíbets á Íslandi og staðið fyrir reglulegum mótmælum við Kínverska sendiráðið.

0
Read More
Samfélagsmiðlar eru líka án landamæra
Hvar er Haukur - fréttaumfjöllun