Ávallt sé þín minning hrein
alveg laus við rökkur.
Þar sem ljósið skærast skein
er skuggi sorgar dökkur.
Oft hefur sál við unað vaknað
átt sinn stað í gæzkureit.
Úr garði hvaðan góðs er saknað
glóðin verður kærleiks heit.