Söfnunin á Karolina Fund fer vel af stað. Þetta verður að teljast satanískur árangur á innan við fjórum klst.
Við biðjum vini og vandamenn að hjálpa okkur að vekja athygli á söfnuninni. Fólk getur stjórnað því sjálft hversu háa fjárhæð það gefur og hver framlag skiptir máli. Ef einhver vill styrkja okkur með því að gefa okkur kaffipakka eða bakkelsi til að bjóða gestum upp á málþinginu þá er það líka þegið með þökkum.
Nokkrir hafa spurt mig hvort sé hægt að taka dúkristuna frá. Það er því miður ekki hægt. Myndin er bara prentuð í 40 eintökum og það gildir hér að fyrstur pantar fyrstur fær.