Jamie er pólitískur aðgerðasinni. Hann er frá Glasgow en hefur búið á Íslandi síðustu 5 árin. Jamie kynntist Hauki þegar Heimssamband verkafólks var stofnað á Íslandi.

Þar sem hátt hlutfall iðnverkamanna á Íslandi eru farandverka- og flóttafólk, á láglaunafólk, farandverkamenn og flóttafólk sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það er leitt að Haukur skuli ekki hafa lifað það að sjá þá vakningu sem orðið hefur í verkalýðshreyfingunni síðasta árið en á Íslandi átti hreyfingin erfitt uppdráttar á þeim tíma sem starf hennar hófst og hún náði ekki fótfestu. Haukur og Jamie höfðu þó báðir pólitískan áhuga á fleiri málefnum og fljótlega tókst með þeim vinátta. Þeir hafa meðal annars unnið saman undir merkjum No Borders.

Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóðinn

Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179

Share to Facebook