Snorri Páll er stjórnleysingi sem hefur, samhliða listsköpun, tekið þátt í andófi gegn ríkisvaldi, hervaldi og auðvaldi flest sín fullorðinsár. Skrif hans um samfélagsmál, menningu og listir hafa meðal annars birst í Stundinni, Reykjavík Grapevine og Tímariti Máls og menningar.

Snorri er einn af elstu og nánustu vinum Hauks. Þeir fylgdust að í starfi náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, uppreisninni í kjölfar efnahagshrunsins 2008, baráttunni fyrir réttindum flóttafólks, og andspyrnu gegn kerfisbundnu ofbeldi yfirvalda og auðmagns. Saman og í félagi við aðra stóðu þeir að fjölda andófsaðgerða, stórra jafnt sem smárra, auk ýmissa anarkískra samfélagsverkefna á borð við hústökur, útgáfu róttækra skrifa, bæði á internetinu og í efnisheimum, og vikulegt götueldhús sem bauð upp á helvíti góðar máltíðir endurgjaldslaust.

Lárus Páll Birgisson tók myndina

Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóðinn


Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179

Share to Facebook