Vésteinn kynntist Hauki í gegnum spjallsíðu á netinu. Þeir áttuðu sig fljótt á því að þeir deildu að mörgu leyti pólitískum skoðunum, ásamt áhuga á sögu, heimspeki og skáldskap. Saman stofnuðu þeir félagar Hið íslenska tröllavinafélag og Mannætufélag Íslands, ásamt því að taka þátt í friðsamlegum aðgerðum gegn hernaði og hernaðarbandalögum.
Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa milljónir Palestínumanna flúið heimaland sitt. Vésteinn hefur lengi verið virkur þátttakandi í félaginu Ísland-Palestína og var í beinum samskiptum við Hauk þegar hann dvaldi sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum árið 2007. Vésteinn þekkir því vel til hugsjóna Hauks um rétt undirokaðra samfélaga til sjálfstæðis og frelsis.
Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóðinn
Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179