Það má enginn fá
eigin hugsjónir að sjá,
sálu þína draugsinn á,
djöfuls fokk! er hann stoltur af sér?
Og ég hugsa í klósettið – hellaðri spýju –
um hetjuna mína í járnum á Níunni.
Hvar ertu nú, þú?
Hvernig tekur dauðinn við þér?

Hveljur sopnar, hvarmur blotnar,
höndin slaknar, holdið rotnar,
hjartað stoppar, frýs og brotnar
inní mér, inní mér,
eins og gler.

Við ljót vegamót
veðrast minningin sem grjót.
Varðar stíg en fjötrar fót
fláa skepnan og dáist að sér.
Og ég hræki á skýin og hugleiði málin
en himnarnir kíma og bíta úr nálinni.
Kvelur það menn, enn,
hvernig tíminn í andlitið sker?

Þínar stundir drauma dánar,
deyja stjörnur, myrkvast mánar,
sorgarklæði, svartir fánar,
bresta vonir, og mannlífið er
brotið gler.

Share to Facebook