Mótmælin/Partíið sem var auglýst á Baráttu fór fram á settum degi þann 15. maí og gekk vonum framar. Um 40 manns mættu og flestir voru mjög lengi. Það var góður stígandi í þessu hjá okkur. Græjurnar voru komnar á sinn stað upp úr 15:00 og þá hófst góður tónlistarflutningur.

Ég þekkti ekki helminginn af þeim sem mættu en þar mátti greina: ungrótarunglinga, snarrótarfólk, stúdenta, mentskælinga og hina og þessa róttæklinga. MFÍK konur mættu með sína borða og því var góð aldursdreifing og mikil stemning. Mótmælin stóðu, eins og auglýst hafði verið klukkustundum saman og þegar við tókum að hvetja bílstjóra sem keyrðu hjá til að flauta tóku þeir undir í hundraða tali.

Þessi mótmæli voru þó aðeins lítið partí miðað við gönguna sem farin var þann 26. maí. Þá flyktust þúsundir manna á Hlemm til þess að mótmæla umhverfis- og iðnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þaðan var gengið niður á Austurvöll og minnist ég þess ekki að hafa fyrr séð slíkan fjölda í kröfugöngu með berum augum. Það sá ekki enda á milli, hvar sem maður stóð. Liti maður aftur fyrir sig í bankastrætinu sá maður ekkert nema endalausa röð af fólki þar til hún hvarf inn á laugarveginn og liti maður fram fyrir sig sá maður flauminn beygja inn á Austurvöll (ekki hefði ég viljað vera í bíl á leið út lækjargötu).

Eins og búast mátti við brást RÚV skyldu sinni sem fjölmiðill og fannst það ekki fréttnæmt að svo góð þáttaka hefði náðst á sjálfan kjördag! Ég ætla að þetta hafi verið með allra stærstu umhverfisverndarmótmælum í Íslandssögunni.

Sveiattan!!!

Frjáls fjölmiðlun hvað???!!!!