Haukur hélt úti bloggi á tímabili en heldur stoppullega þó. Þetta var dagbókarblogg, ekki neinar greinar eða skáldskapur. Hann skrifaði undir nafninu Illfylgi.

Baráttusíðan sem hann nefnir í færslunni hér að neðan er ekki lengur aðgengileg á netinu en þar birtist auglýsing sem enn er aðgengileg á vef Saving Iceland. Haukur og félagar töluðu einmitt mikið um að það þyrfti að gera mótmælamenningu skemmtilegri. Ef einhver á myndir frá þessari uppákomu sem má nota á vefnum, þá endilega hafið samband.

Dagbók Hauks 8. maí 2006

Ég og vinur minn höfum nú opnað vefsíðu til að auglýsa mótmæli og aðrar uppákomur tengdum byltingunni. Hún heitir Barátta og þar eru nú auglýst mótmæli og partí þann 15 maí við Nordica Hotel.

Endilega kíkið á síðuna. Okkur vantar mikla hjálp við skipulagningu og framkvæmd þessara mótmæla.

Svo er um að gera að draga alla sem maður þekkir á þessa skemtilegu uppákomu. Við verðum með mat, tónlist, gjörninga og mikinn, mikinn hávaða. Fjörið byrjar með morgunfundi og árbít klukkan 8 (við hótelið) og endar um kvöldið (uppúr sjö) þegar ráðstefnugestir verða búnir með kveðjukokteilana sína.

Þetta verður gaman.

***

Hér er svo frétt Moggans frá 16. maí um partýið (mótmælin) daginn áður.