Tölvupóstur til Evu

Línan „the cats have been fitted with radio collars“ er bein tilvitnun í náttúrulífsmynd sem ég sá um daginn. Mér fannst hún svo rythmísk og fáránleg að ég hripaði hana niður og samdi þetta upp úr því. Ætlaði fyrst að skrifa eitthvað sem hefði skírskotun í þetta með félagslegri dýnamík, en endaði á að festast í hugsunum um þessa mynd og þess vegna er lokaafurðin lituð af henni.

Lífið er dapurlegt fyrir utan skólann sem er frábær. Ég vinn og vinn, held í við námsáætlun og verð oft spenntur yfir bókunum og í umræðum á commentaþræðinum fyrir fjarnema. Ég á eftir að ganga frá nokkrum lausum endum í sambandi við að drepa bílinn minn og svona en svo VERÐ ég að komast héðan. Því lengur sem ég býð því meira gengur á peninginn og það þótt ég hafi ekki tekið upp veski síðan á gamlársdag. Nú er komið í ljós að það er týnt. Hafði vonað að það væri læst inni í bílnum en þegar hann loksins var oppnaður var veskið ekki þar. Engar óútskýrðar úttektir samt. Býst við að það bætist bara á langan lista af pirrandi verkefnum og útgjöldum að ná mér í ný kort.

Death to Kardashian er enn í vinnslu en sækist betur. Sendi þér það sem er komið þegar ég nenni að vélrita það.

Þorkell Ágúst Óttarsson tók myndina

Share to Facebook