Eygló Rúnarsdóttir skrifar

Hann Haukur frændi minn er látinn eftir því sem næst verður komist. Ég þekkti ekki Hauk enda leiðir okkar ekki legið saman frá því hann var barn með mömmu sinni á Borgarfirði eystri eitt sumarið. Ég hef þó fylgst með honum í fréttum og séð til hans í baráttunni fyrir bættu samfélagi og betri heimi.

Sitt sýnist hverjum um þær leiðir sem Haukur valdi í gegnum tíðina. En staðreyndin er sú að það þurfti dauða hans, ungs manns ofan af Íslandi, til að samlandar hans opnuðu rifu á annað augað fyrir þeim hryllingi sem stríðið í Sýrlandi er, sem og annars staðar! Í starfi mínu í gegnum tíðina með ungu fólki hef ég kynnst hugsjónafólki sem er fullt af reiði yfir stöðu mála í heiminum þar sem ofbeldi, einræði valdasýki, firring og mannvonska virðast ráðandi öfl og manneskja og náttúra einskis metin. Ég vona að lát Hauks veki okkur sem enn lifum til umhugsunar og að þar með skili barátta hans fyrir bættum heimi árangri til lengri tíma