Ég býst við að flest ykkar hafi lesið frásögnina af því þegar Haukur tók bílasprengju af börnum og las svo ljóð. Þetta er ljóðið.

Höfundurinn, Allen Ginsberg, les sjálfur. Það á að sýna firringuna sem ríkir í stríði og það er ekkert varið í að lesa það af blaði því hljóðið skiptir svo miklu máli. Haukur las þetta fyrir mig þegar hann var hjá mér í febrúar 2017. Þegar ég las frásögnina sá ég hann alveg fyrir mér. Kaldhæðinin er algerlega hans aðferð til að komast yfir geðshræringu.

Og eitthvað truflandi við það að Gog og Magog eru óvinaþjóðir hinna réttlátu í Opinberunarbók Jóhannesar (hún er um heimsendi – hina síðustu styrjöld góðs og ills , sem á sér stað á Harmageddon) Í Kóraninum eru Gog og Magog einnig óvinaþjóðflokkar og á tímabili var talið að þeir væru Tyrkir.

Share to Facebook