Búsáhaldabytlingin var engin bylting. Það urðu engar kerfisbreytingar og þeir sem mesta áttu sökina á efnahagshruninu eru flestir búnir að ná fyrri völdum. Engu að síður voru þau uppþot sem í daglegu tali kallast Búsáhaldabyltingin mikilvæg. Við fengum staðfestingu á því hverju hægt er að áorka að tveimur skiyrðum uppfylltum; að mikill fjöldi taki þátt og að lítill en ákveðinn hópur sé tilbúinn til að ganga aðeins lengra en fjöldinn hefur kjark eða vilja til.

Það mikilvægasta við Búsáhaldabyltinguna er að hún fól í sér uppreisn gegn kapítalisma. Þetta var ekki uppreisn gegn ríkisvaldi eða stjórnkerfinu. Fólk vildi kannski losna við ákveðna ráðherra og yfirmenn stjórnsýslu- og eftirlitsstofnana en það fór lítið fyrir kröfu um breytt skipulag. Almenningur sá þó nokkuð greinilega að kapítalismi færir ekki bara mikil verðmæti í fáa vasa, heldur færir hann líka völd frá kjörnum fulltrúum og til fólks sem almennir borgarar hafa aldrei treyst fyrir völdum. Ótrúlega margir tólku virkan þátt og sýndu byltingaranda í verulega jákvæðum skiningi. En sterkasta táknmynd Búsáhaldabyltingarinnar er Bónusfáinn blaktandi yfir þaki Alþingishússins.

Share to Facebook