Það er efitt að koma í orð viðbrögðunum við fréttum gærdagsins, þær eru vægast sagt þungbærar og súrrealískar. Haukur Hilmarsson er sagður fallinn í Sýrlandi, þar sem hann barðist með hersveitum Kúrda gegn innrás Tyrkjahers og áður gegn ISIS. Ég hafði ekki hugmynd um veru hans þar. Fjölskylda hans hefur ekki fengið aðrar fregnir en þær sem hafa birst í fjölmiðlum. Mér þótti vænt um að kynnast Hauki, og minnist hans sem skemmtilegs stráks, góðhjartaðs og með ríka réttlætiskennd. Sendi fjölskyldu og vinum mínar dýpstu samúðaróskir.
Lalli sjúkraliði tók myndina