Leikmenn án landamæra vilja vinna að hugsjónum Hauks Hilmarssonar um betri meðferð flóttafólks en ekki síður gegn þeim aðstæðum sem hrekja fólk á flótta frá heimilum sínum, þ.m.t. heimsvaldastefnu, auðræði og fjandsemi í garð minnihlutahópa. Maður þarf ekki að vera sérfræðingur til þess að gera heiminum gagn, allir geta verið leikmenn án landamæra. Stofnaður hefur verið verkefnasjóður til þess að fjármagna fyrstu verkefnin. Hægt er að leggja framlög í sjóðinn hér.

Fyrsta verkefni okkar er opið málþing sem haldið verður í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar Sturlugötu 8 í Reykjavík laugardaginn 8. júní kl 12-17. Þar verða flutt áhugaverð erindi sem varpa ljósi á pólitíska afstöðu Hauks og þróun hans sem aðgerðasinna, einkum með tilliti til stöðu flóttafólks.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hægt er að skrá sig með því senda póst á netfangið haukur.spark@gmail.com. Þeir sem leggja framlög í verkefnasjóð verða boðnir sérstaklega.

Umfjöllunarefni málþingsins

Dagskrárliðir eru sem hér segir:

Framsöguerindi:
Miram Rose um andóf gegn stóriðju
Vésteinn Valgarðsson um frelsisbaráttu kúgaðra þjóða
Benjamin Julian um málefni flóttafólks
Snorri Páll  um hlutverk og markmið anarkista í „Búsáhaldabyltingunni“
• A.Þ. um hústökuhreyfinguna
Jamie McQuilkin um Heimssamband verkafólks
Eva Hauksdóttir um ástæðurnar að baki þátttöku Hauks í vopnaðri andspyrnu

Erindin verða flutt í þessari röð. Gert er ráð fyrir að fólk geti hlýtt á öll erindin eða valið úr eftir hentugleikum.
Kynnir verður Heiða B. Heiðars.

Málþinginu verður fylgt eftir með almennum útifundi á Austurvelli sunnudaginn 9. júní kl 16:00 þar sem dregar verða saman helstu niðurstöður málþingsins.

 

Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóðinn

Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179

Share to Facebook