BENJAMÍN JULIAN SKRIFAR

Í apríl 2016 var ég á grísku eyjunum og Heiða og Haukur að taka hús í Aþenu. Þau komu í heimsókn og við fórum í frí í afskekktri vík með dálilta strönd, þar sem við drukkum ógeðslegt tveggja-evru vín og hituðum kaffi í baunadósum á opnum eldi. Við hlustuðum á Tim Minchin í bílaleigubílnum meðan við skutluðumst um holt og hæðir að kaupa vatn og skrítinn mat á gleymdum og skrælnuðum túristaslóðum.

Þetta var mjög falleg og tilfinningalega þung vika, og þó ég hafi nokkrum sinnum hitt Hauk eftir þetta sitja þessir dagar eftir sem síðasta skiptið þar sem við áttum bæði verulega djúpar samræður og mjög skemmtilegar stundir. Þar náðist líka þessi mynd af honum, sem mér finnst einhvernveginn endurspegla hann mjög fallega.

Share to Facebook