Þennan söngtexta skrifaði Haukur í tilefni af því að flóttamenn voru dregnir með valdi út úr kirkju þar sem prestar höfðu ætlað að veita þeim skjól í von um að ríkið myndi virða kirkjugrið.
Þér siðblindu fantar
er sýnið í verki
rasima og grimmd
undir ríkisins merki,
mér þykir svo miður
hve hægt okkur miðar,
að lokum mun ríkið
þó riða til falls.Enginn friður án frelsis.
Ekkert frelsi án griða.
Engin grið
undir valdníðslu og gerræði yðar.
Farið norður og niður
þér níðingalýður,
takið þjóðfánann með,
það er bylting í nánd.