Ut­an­rík­is­ráðuneytið er að kanna hvað til sé í orðrómi um að ís­lensk­ur karl­maður hafi lát­ist í Sýr­landi fyr­ir nokkr­um dög­um. Þetta staðfest­ir Sveinn H. Guðmars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ráðuneyt­is­ins.

Mbl.is hef­ur líkt og ráðuneytið fengið ábend­ing­ar um frá­sagn­ir á er­lend­um Face­book- og frétt­asíðum um að Íslend­ing­ur hafi fallið í Afr­in í norðvest­ur­hluta Sýr­lands. Í þeim frá­sögn­um er talað um að Frakki og Spán­verji hafi einnig fallið.

Meðal þeirra sem greina frá mál­inu á Face­book-síðu sinni er tyrk­neski vef­miðill­inn Etha. Þá er einnig greint frá mál­inu í tyrk­nesku út­gáfu fréttamiðils­ins CNN og í frétt Hurriyet, sem er einn stærsti fréttamiðill Tyrk­lands. Í frétt­un­um seg­ir að Íslend­ing­ur­inn hafi fallið í árás­um tyrk­neska hers­ins en að sjálf­ur hafi hann bar­ist við hlið sýr­lenskra Kúrda.

Í Afr­in hef­ur ít­rekað komið til átaka, m.a. síðustu daga. Blandaðar her­sveit­ir und­ir stjórn tyrk­neska hers­ins hófu umsát­ur um Afr­in fyr­ir nokkr­um dög­um. Til­gang­ur aðgerðar­inn­ar var sagður vera sá að halda vopnuðum sveit­um Kúrda (YPG) frá landa­mær­um Tyrk­lands, en Tyrk­ir segja YPG vera úti­bú Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­ans (PKK) sem lengi hef­ur bar­ist hart fyr­ir sjálf­stæði Kúr­da­héraða í Tyrklandi.

Tyrk­neski her­inn hóf fyr­ir nokkr­um vik­um að gera árás­ir á liðsmenn YPG og fékk til þess aðstoð frá sýr­lensk­um upp­reisn­ar­mönn­um.

Sagður hafa bar­ist í Raqqa

Í færslu á Face­book-síðu In­ternati­onal Freedom Batalli­on, sam­taka sem Íslend­ing­ur­inn er sagður hafa verið liðsmaður í, kem­ur fram að hann hafi ætlað sér að taka þátt í bar­áttu sam­tak­anna í Man­bij í Sýr­landi árið 2016. Hon­um hafi ekki tek­ist að kom­ast þangað. Hann hafi þó ekki gef­ist upp held­ur snúið aft­ur og þá til að taka þátt í orr­ust­unni í Raqqa sem lauk í fyrra en þar börðust sam­tök­in gegn upp­gangi víga­manna Rík­is íslams. Hann hafi svo snúið enn á ný til svæðis­ins til að verja Afr­in gegn herj­um Tyrkja. Í þeim bar­dög­um hafi hann fallið.

In­ternati­onal Freedom Batalli­on eru sam­kvæmt Wikipedia vopnuð sam­tök út­lend­inga sem bar­ist hafa í stríðinu í Sýr­landi og gegn Ríki íslams í Sýr­landi og Írak.

Upp­fært kl 16:07: María Mjöll Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, seg­ir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is, að ráðuneytið hafi ekki haft nein­ar upp­lýs­ing­ar um að Íslend­ing­ur hafi verið stadd­ur í Sýr­landi. Ráðuneytið kanni áfram orðróm þess efn­is að ís­lensk­ur karl­maður hafi lát­ist þar.