Vinkuonur mínar búsettar í Danaveldi koma heim í vikunni. Það er nú gaman.
—
Vésteinn Valgarðsson hefur lýst yfir vonbrigðum yfir að hafa ekki verið boðinn á leiðinlegasta fyllerí þessa árs. Ég býð honum hér með að drekka við mig dús ellegar taka afleiðingunum og sæta árásarstríði.
—
Mig klæar í lærinu, er að spá í að klóra mér.
—
Strákur sem er með mér í nokkrum tímum stefnir á frama í lögreglunni. Ég veit fyrir víst að þetta er ágætasta sál og því þykir mér sárt að vita til þess að hann verði orðinn samviskulaus mótmælabani innan fárra ára. Ég hef sjálfur séð hvernig ferlið gengur fyrir sig:
Stig eitt: Viðkunnanlegur mentaskólastrákur lyftir og safnar vöðvum. Hann hugsar mikið um að líta vel út og hugsar talar og hagar sér eins og mattsjó. Enn eru neikvæðu lögreglumerkin ekki komin fram. Hann sér t.d. enn sóma sinn í því að aðstoða vini sína, getur ennþá brosað án þess að skammast sín, er ennþá mannlegur í viðmóti…
Stig tvö: Viðkomandi skráir sig í lögregluskólann. Og þreytir inntökupróf, til allrar óhamingju nær hann því.
Stig þrjú: Viðkomandi gerist vélrænt illmenni. Hann hættir að hugsa sjálfstætt. Siðferði miðast við laganna bókstaf þar sem allt sem er leifilegt með lögum er rétt og gott og allt sem er bannað er illt og ósiðferðilegt. Viðkomandi hættir endanlega að brosa og mannleg gæska, liðlegheit, hlílegt viðmót og annað fíkur út um gluggann. Viðkomandi fær þá flugu í hausinn að stelpur dáist að búningnum hans og að hann sé ómótstæðilegur, karlmannlegur og valdamikill. Ekkert er skemtilegra en að standa heiðursvörð, syngja í lögreglukórnum eða koma fram sem fulltrúi lögreglunnar að öðru leiti.
Stig fjögur: Viðkomandi gerist lögreglumaður. Hér getur margt gerst.
1: Ef allt fer á versta veg nær hann því markmiði sínu að komast í sérsveitina og verður hrotti í samfestingi sem dílar við stórhættuleg mál svo sem umhverfisverndarsinna sem hlekkja sig við vinnuvélar og sitja um skrifstofur.
2: Hann gerist mótorhjólalögga. Þá getur hann (við hátíðleg tækifæri, svo sem 17 júní eða á mótmælum gegn stríði) notið þess að sitja á mótorhjóli með hjálm á höfði og sólgleraugu á trýninu úti á miðjum gatnamótum. Það kostulegasta við þessa gerð lögreglumanna er að fæstir þeirra virðast vera í kjörþyngd. Þetta bæta þeir upp með hinum flottu gulsvörtu búningum. Sem eru þétt sniðnir yfir ístruna.
3: Hann kemst í fíknó. Þessi gerð lögreglumanna er sérstaklega mikið á móti frelsi einstaklingsins til þess að nota frítíma sinn í að láta sér líða vel. Vellíðan á eins og allir vita að felast í íþróttaiðkun.
4: Hann kemst hvorki lönd né strönd, en fær allavega flottan búning og getur látið eins og hann sé einn af strákunum þegar hann lendir í útkalli með sérsveitinni.
—
Mikið ofboðslega er kristni annars ömurleg trúarafstaða. Ég neyðist víst til þess að skrifa sérfærslu um það þegar ég kem heim.