Umfjöllun Mbl

Móðir Hauks seg­ir hann eina Íslend­ing­inn sem hafi tekið skýra af­stöðu með Kúr­d­um

„Það versta er að vita ekki hvort ég á frek­ar að óska þess að son­ur minn hafi kom­ist af eða far­ist,“ seg­ir Eva Hauks­dótt­ir, móðir Hauks Hilm­ars­son­ar, sem sagður er hafa fallið í átök­um við tyrk­neska her­inn í Afr­in-héraði í Sýr­landi, í nýrri færslu á bloggsíðu sinni þar sem hún lýs­ir meðal ann­ars ástand­inu á svæðinu. Hún vand­ar ís­lensk­um stjórn­mála­mönn­um ekki kveðjurn­ar í færsl­unni og gagn­rýn­ir þá fyr­ir að for­dæma ekki op­in­ber­lega inn­rás Tyrkja í Afr­in-hérað.

„Einn Íslend­ing­ur hef­ur tekið skýra af­stöðu með Kúr­d­um í Roja­va. Sá maður er Hauk­ur Hilm­ars­son. Ekki for­sæt­is­ráðherra Íslands. Ekki ut­an­rík­is­ráðherra Íslands. Ekki formaður neins stjórn­mála­flokks. Meira að segja Pírat­ar eru sömu hrygg­leys­ingjarn­ir og Vinstri Græn.“

Eva hafði talið nán­ast úti­lokað að son­ur henn­ar væri á lífi, en komst svo að því að upp­lýs­ing­ar um fall hans virt­ust hafa verið byggðar á get­gát­um. Hann gæti því mögu­lega verið í lífi og hugs­an­lega í haldi Tyrkja.

„Í fyrra­dag vonaði ég að hann væri ekki hjá Tyrkj­um held­ur hefði kom­ist af og væri hjá Kúr­d­um. Lík­urn­ar á því eru af­skap­lega litl­ar og ég segi ekki að ég hafi verið bjart­sýn en mögu­leik­inn var þó hugg­un. Eft­ir at­b­urði gær­dags­ins er sá veiki mögu­leiki hreint ekki þægi­leg til­hugs­un. Í gær féll fjöldi óbreyttra borg­ara í loft­árás­um Tyrkja og síðar gengu Ji­hadist­ar um göt­urn­ar og slátruðu fólki með sveðjum.“

Eva seg­ir þá sem standa næst Hauki vera ör­vænt­inga­fulla. „Við ótt­umst um af­drif hans og finnst óbæri­legt að geta ekki farið á staðinn til að leita. En Hauk­ur valdi þó að minnsta kosti sjálf­ur að stofna sér í hættu. Millj­ón­ir óbreyttra borg­ara í Roja­va hafa ekk­ert val.“

Hún seg­ir að þótt ætt­ingj­ar og vin­ir Hauks sveifl­ist á milli ótta og sorg­ar sé van­líðan þeirra smá­ræði í sam­an­b­urði við kval­ræði Kúrda sem hafa misst heim­ili sín og lifi­brauð og eru sjálf­ir í nag­andi óvissu um af­drif sinna nán­ustu, kannski stór­slasaðir, vegna fram­göngu Tyrkja. Hún hafi þó ekki séð einn ein­asta ís­lenska stjórn­mála­mann for­dæma inn­rás Tyrka í Afr­in op­in­ber­lega í krafti stöðu sinn­ar eða beita áhrif­um sín­um.

„Marg­ir stjórn­mála­menn hafa sent mér samúðarkveðju og mér skilst að nokkr­ir hafi mætt á sam­stöðufund­inn með Afr­ín  þann 17. mars en það er allt og sumt. Ut­an­rík­is­ráðherra sagði sjálf­ur upp í opið geðið á mér að inn­rás Tyrkja í Afr­ín kæmi Nató ekk­ert við. Á sama tíma og hann sýn­ir al­gert áhuga­leysi á ástand­inu í Afr­ín er hann dag eft­ir dag í fjöl­miðlum að tjá sig um meinta manndrápstilraun Rússa í Bretlandi sem hann get­ur ekki vitað neitt um,“ seg­ir Eva og vís­ar þar til morðtil­ræðis á Ser­gei Skripal og dótt­ur hans Ju­liu á breskri grundu, en þeim var byrlað tauga­eit­ur. Rúss­ar eru grunaðir um að standa að baki til­ræðinu.

Eva seg­ist ekki vera að biðja fólk að fara til Roja­va og berj­ast gegn Isis en henni finnst þögn­in ær­andi. „Ég ef­ast ekki um að þið séuð upp til hópa gung­ur og aum­ingj­ar en það skýr­ir ekki þetta skeyt­ing­ar­leysi, þessa ær­andi þögn. Ástæðan fyr­ir því að þið gerið ekk­ert rót­tæk­ara en að rölta í miðbæ­inn og hlusta á ræður – ef þá einu sinni það – er ein­fald­lega sú að ykk­ur er sama.“

Share to Facebook