Haukur fékk ungur áhuga á baráttu gegn harvaldi og var einarður andstæðingur hernáms Ísraels í Palestínu. Þótt hann styddi málstað og starf félaga á borð við Ísland Palestína og Santök hernaðarandstæðinga var hann aldrei mjög virkur í því félagsstarfi. Honum fannst of mikið púður fara í fjáröflun og of lítið í pólitískt starf, hann vildi frekar mæta á staðinn og „gera eitthvað“.

Haukur dvaldi á Vesturbakkanum sem sjálfboðaliði ISM (International Solidarty Movement) í 2 mánuði árið 2007. Hann var aðallega í Hebron og skrifaði dagbók um reynslu sína. Ferðin hafði djúpstæð áhrif á hann og allt önnur en hann hafði reiknað með. Annarsvegar var hann hissa og hneykslaður á því hversu einhæf og óskilvirk mótmælamenning Palestínumanna var. „Það er eins og þeim detti ekkert í hug nema bænagöngur og grjótkast“ sagði hann siðar. Hinsvegar fékk það á hann að sjá hvernig hernámið bitnar á hverju einasta smáatriði daglegs lífs sem dregur stöðugt úr getu og möguleikum fólks til að veita virka andspyrnu. Hann kom til baka vonlaus, reiður og sannfærður um að vopnuð andspyrna væri eina leið Palestínumann til að brjótast undan hersetu.

Eva, móðir Hauks fór síðar til Palestínu og skrifaði þá einnig dagbók. Eva felldi dagbók Hauks inn í sína eigin sögu og gaf út vefbókina Tell Your President.

Myndin er af Pixabay