Vorð 2015 fóru Haukur og Fatima til Marocco á ráðstefnu þar sem ýmsar óhaðar hreyfingar komu saman til að ræða málefni Mið-Austurlanda. Fatíma hélt þar fyrirlestur en Haukur var aðeins hennar fylgifiskur. Hann mætti töluverðri tortryggni því einhvernveginn komst sú saga á kreik að hann væri blaðamaður í dulargervi.

Hauki fannst stemningin á ráðstefnunni full hátíðleg og tók út fyrir hræsnina sem birtist m.a. í tilhneigingu til að fordæma öfgahreyfingar en ræða ekkert jarðveginn sem þær spretta úr og í því að ráðstefnan var haldin á glæsilegu hóteli en handan götunnar var fátækrahverfi. Hann orti þetta ljóð í kjöfar ráðstefnunnar.

Hvað er með fróðum?
Íslamist hatandi lóum
á farfuglaráðstefnuhóteli?
Étandi, getandi, plottandi, tottandi
sígó við sjóinn.
Við öskrum á mannlegra hauga
sem þó eiga viðreisnar von
því að kóngurinn, Múi og Allah og sonurinn
þróuðu slömmið og nú verða kofarnir
skólpið og sorpið á brottleið.

Og nú er að spýta í lófana
hamra
á glóðina meðan hún lifir.
Því gróða vors lands þarf að siða og ala
á lýðræði þar sem hann sprettur og dafnar
á góðfiski, réttindum, hassi og upplifun,
kúltur og atkvæðagreiðslum.
Á blóðrauðum byggingarlóðum.

Hvað er með sjóðum?
Hvað er með fróðum?
Hvað er með civil society?
Hvað er að frétta af þeim fjórtán sem dóu?
Hvað er með NGÓum?

Nú er ég lúinn af miðstéttardraumum
og langar að æla í húfu úr silki
því friður hins greiðandi góðgerðarplebba
er búinn að spilla mér utan og innan.
Ég finn fyrir búðingnum frá því í gær
hve hann kraumar í iðrunum reiður og mjúkur
ég dæsi og styn og ég kúka í síðasta sinn
og ég vona að verkjunum linni.
Verkjum í þörmum og sinni með herkjum
er vitinu sprautað í dolluna
slitrótt mig dreymir um minni míns hrynjandi heims
– og hér sit ég og reyni að gleyma.

Höggvin í stein eru orðin og greiningartækin
sem ryðga í munni hvers manns
hafa hlaðist á dagana
staðist hvern fund
hafa ölduna stigið í stefnum og straumum
á framaslóð flotið í tillöguflóði
(að bifa því fram er það líf sem við lifum).

Stýrið er brotið
en rifað hvert segl
og í maga og munni
er trúin
og blífur.

Sunneva tók myndina

Share to Facebook