Ég hef enn ekki hitt þann Grikkja sem lítur á sig sem Evrópubúa. En þeir eru til og eru kallaðir nazistar. Þessi hópur upphefur fornöldina og telur sig vera í andlegu (og líkamlegu) sambandi við hellenska arfleið. Þeir líta í senn svo á að þeir séu Hellenar og nútíma Evrópubúar, á meðan anarkistarnir sem ég ræði við, sjá sig sem hvorugt. Báðir hópar eru þó auðvitað sprottnir úr sama menningarhrærigrautnum sem Balkanskaginn er.

Það kom mér svolítið á óvart, þegar ég kom hingað, hversu geypilegur hluti ibúanna ber svip Mið-Austurlanda og litarhaft. Ekki það að ég geri almennt kröfur um lógík þegar ég hugsa mér nazista en ég komst ekki hjá því að brosa þegar ég leit í kringum mig og íhugaði gríska þjóðernishyggju. Allt í kring voru hörundsdökkir og svarthærðir félagar með arnarnef og hárið krullað út í loftið. Nazistahópur á Grikklandi lítur eins út.

Share to Facebook