Afstaða Hauks til rasisma og hugmyndir hans um opin landamæri fóru fyrir brjóstið á tilteknum hópi glæpamanna. Einhverju sinni ætlaði Jón stóri að berja hann en þa komst hann undan með því að niðurlægja sjálfan sig. Í þetta sinn stóðu yfir innheimtuaðgerðir handrukkara gagnvart vini hans og þegar meintir kröfuhafar hittu Hauk á götu var hann krafinn svara um það hvenær vinurinn hyggðist gera upp skuldina. Hann komst undan með því að spila sig vitlausan.

Enn á ný er úti á torgi
eitthvert fífl að rífa sig
vill að einhver bokkinn borgi
billjón kall – og mælir þig
upp og niður, augun reika
út á hlið og þvert um stétt
þér er best að fara’ð feika
fávisku um hnefarétt.

Share to Facebook