No Borders er hreyfing aðgerðasinna sem berjast fyrir réttindum flóttafólks og opnun landamæra. Haukur hafði fyrst afskipti af málefnum flóttafólks í júlí 2008, þegar hann og Jason Slade hlupu út á flugbraut með því markmiði að stöðva brottvísun Paul Ramses.frá Kenya. Málið vakt gífurlega athygli og aðgerð þeirra félaga og fjölmenn mótmæli í kjölfarið urðu til þess að Paul var leyft að snúa aftur og fékk hann síðar hæli á Íslandi. Haukur og Jason fengu á sig refsidóma fyrir tiltækið, enda þótt ríkið hefði viðurkennt rétt Ramses til hælis. Þeim dómum var þó aldrei fullnægt.

Flugavallarhlaupið markaði upphafið að baráttunni fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi en Haukur gekkst síðar fyrir stofnun No Borders á Íslandi. Hann vann síðar að björgun flóttamanna í Grikklandi og aðstæður þess fólks sem hann tók á móti þar áttu stóran þátt í þeirri ákvörðun hana að taka þátt í vopnaðri baráttu gegn Islamska ríkinu. Hann taldi að það þyrfti að koma í veg fyrir þær aðstæður sem valda fólksflótta, það væri ekki nóg að berjast fyrir réttindum þeirra sem þegar hefðu hrakist á flótta.

No Borders hreyfingin hélt starfinu áfram þótt Haukur færi úr landi og hefur þrýst á um réttindi fjölda flóttamanna til þess að fá mál sín tekin til efnismeðferðar á Íslandi. Í apríl 2019 voru tveir liðsmanna No Borders, Jórunn Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir sakfelldar fyrir að sýna flóttamanni samstöðu, með því að standa upp í kyrrstæðri flugvél sem átti að flytja hann úr landi.

Benjamín Julian tók myndina á einni af ferðum sínum daginn eftir að byrja átti að fangelsa alla flóttamenn við komu til grísku eyjanna, þann 21. mars 2016. Þarna eru sjálfboðaliðar að dreifa matvælum og hreinlætisvörum gegnum girðinguna. Fangelsun flóttamanna er ætlað að „leysa“ flóttamannavandann.