Lalli sjúkraliði fyrir framan Bandaríska sendiráðið. Myndin er úr YouTube myndbandi frá Samtökum hernaðarandstæðinga

 

Labbað með Lalla  – sunnudag 9. júní kl 14:45-16:00 (útifundur í kjölfarið)

Gönguferð á slóðir Hauks Hilmarsonar í miðborg Reykjavíkur undir leiðsögn Lalla sjúkraliða

Þessi gönguferð er ekki í beinum tengslum við hugsjónir Leikmanna án landamæra heldur ætla fjölskylda og vinir Hauks að ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll með viðkomu á nokkrum stöðum sem tengjast Hauki persónulega og aktífisma síðustu ára almennt. Öllum sem sakna Hauks er velkomið að slást í för með okkur. Leiðsögumaður í þeirri ferð er Lárus Páll Birgisson, betur þekktur sem Lalli sjúkraliði. Lagt verður af stað frá Lögreglustöðinni á Hlemmi kl 15:45 og endað á útifundi Leikmanna án landamæra á Austurvelli kl 16:00.

Lalli tók myndina í einni af náttúrskoðunarferðum þeirra félaga

Lalli sjúkraliði er í hópi þekktustu hernaðarandstæðinga Íslands. Hann kynntist Hauki í gegnum trúmálaumræðu á netinu en þeir hittust í fyrsta sinn augliti til auglitis á Kárahnjúkum. Þótt þeir væru ósammála um trúmál áttu þeir margt annað sameiginlegt. Þar ber hæst andúð þeirra á heimsvaldastefnu og hernaði. Einnig deildu þeir hrifningu á náttúru Íslands og fóru saman í náttúruskoðunarferðir. Lalli hefur tvívegis verið dreginn fyrir dóm vegna friðsamlegra mótmæla gegn hernaðarstefnu Bandaríkjanna og Nató.

 

Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóðinn

Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179

Share to Facebook