Eva er móðir Hauks. Hún hefur stutt pólitískar aðgerðir hans frá því að hann var unglingur og tekið þátt í sumum þeirra. Í erindi sínu mun Eva rekja pólitískan þroskaferil Hauks og skýra þá hugmyndafræði og reynslu sem lá að baki ákvörðun sonar hennar um að ganga til liðs við vopnaðar andspyrnuhreyfingar Kúrda.
Þótt augljóst sé að Haukur vildi styðja Kúrda í því að koma á lýðræði án ríkisvalds og verjast grimmdarverkum Islamska ríkisins telur Eva að mun margþættari og flóknari ástæður hafi legið að baki ákvörðun hans. Í erindi sínu skýrir hún hvernig hugmyndafræði og aðfarir Islamska ríkisins tengjast flestum ef ekki öllum þeim valdakerfum sem Haukur barðist gegn.
Kúrdískir flóttamenn í búðum við Tyrknesku landamærin. (Mynd: Wikipedia)
Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóð Leikmanna án landamæra.
Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179