Hjálmar Friðriksson skrifar

Hauki Hilmarssyni, sem sagður er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, er lýst af samherja sem hugrökkum, skipulögðum og músíkölskum. Jêhat Birûsk, uppreisnarmaður á bandi Kúrda, segist hafa starfað náið með Hauki og minnist hans á Instagram-síðu sinni.

Birûsk segir meðal annars að Haukur hafi sýnt mikið hetjudáð þegar hann bjargaði börnum frá sprengju og flutti ljóð strax í kjölfarið. „Þær hræðilegu fréttir bárust mér um helgina og ég vonaði innilega að þetta reyndist ekki satt, en í dag hefur YPG staðfest það að en annar vinur féll í Afrin. Haukur var ein áhugaverðasta manneskja sem ég hef nokkurn tíman kynnst, ótrúlega vel að máli farin, þannig fólk hélt að hann væri betri í ensku en ég. Hann var fyndinn, þegar það átti við, grínaðist með að 10 prósent íslenskra anarkista væru nú sjálfboðaliðar í Rojava… af því hann væri í Rojava. Hann átti það til að gretta sig og gera sérstök hljóð en var samt oft hljóðlátur og rólegur,“ segir Birûsk.

Hann segist hafa verið yfirmaður Hauks og það hafi ávallt verið hægt að treysta á hann. „Ég var furðu lostinn þegar Haukur sagðir mér hvað hann væri gamall, ég hélt að hann væri kannski 21 árs, en hann var jafn gamall og ég. Hann var ungur í anda og hafði dugnað og ástríðu sem ég mislas sem undóm. Þegar ég var liðsforingi var hann undirliðforinginn og kletturinn minn; ég gat treyst á hann skrifa upp og breyta hernaðaráætlunum jafn óðum og aðstæður breyttust. Ég gat treyst á honum að halda andrúmsloftinu góðu meðal alþjóðlegu sjálfboðaliðina þegar aðstæður urðu erfiðar, en fyrst og fremst treysti ég honum til að hjálpa mér að halda geðheilsunni þegar áhyggjurnar voru að buga mig,“ segir Birûsk.

Mynd: Instagram/Jehad Birusk

Birûsk segist aldrei muna gleyma því þegar Haukur spilaði á nikkuna hinn rólegasti eftir að uppreisnarmenn höfðu náð tökum á Raqqa, áður höfuðvígi ISIS. „Ég aldrei gleyma því þegar Haukur hljóp niður götu til að bjarga tveimur börnum sem höfðu fundið bílasprengju og voru að reyna að bera hana í burtu (guð einn veit hvað þau héldu eiginlega að þetta væri), né mun ég gleyma þegar hann las allt ,,Hum Bom!” eftir Ginsberg í óþökk allra í kring meðan hann naut sín yfir kaldhæðninni. Ég gleymi því heldur aldrei að sjá hann röltandi í Raqqa eftir sigur okkar, spilandi hugsi á harmonikkuna sem Arabíska QSD deildin hafði gefið okkur,“ segir Birûsk.

Hann lýsir Hauki sem píslavotti, þó ekki í trúarlegum skilningi, heldur fremur hvernig gjörðir hans hafi gert hann ódauðlegan: „Fyrst og fremst gleymi ég aldrei að hann hafði gefið mér skjöl/verk sem hann var að vinna að, varðandi skipulagningu frekari uppgang anarkisma. Kann náði aldrei að klára verkið og mögulega er ég eina manneskja sem hefur færi á að klára það.

Þegar við tölum um að píslarvottar séu ódauðlegir, þýðir það að hugsjónarverk þeirra séu ókláruð. Vinir okkar, þau sem gáfu sig í að heyja baráttuna, deyja ekki fyrr en við hættum að sjálf.“

Share to Facebook