Eze Okafor er frá Nígeríu. Hann flúði Boko Haram og endaði á Íslandi þar sem honum var synjað um hæli án þess að mál hans væri tekið fyrir. Í þessu viðtali er farið aðeins yfir málið. Einnig bendir Haukur á það hversu erfitt er fyrir flóttamenn að fá viðeigandi heilbrgðisþjónustu. Á myndinni hér að ofan sést vel örið sem Haukur minnist á.

***

Eze Okafor var fluttur úr landi með valdi þann 26. maí 2016. No Borders liðarnir Jórunn Helgadóttir og Freyja Kristínardóttir reyndu að hindra brottvísun hans með því að standa upp í flugvélinni og hlutu fyrir það refsidóm í apríl 2019.

Share to Facebook