Saving Iceland er hreyfing umhverfisverndarsinna sem beita og eru hlynntir beinum aðgerðum. Hreyfingin er sprottin af áhuga leikmanna á verndun hálendisins og hefur einkum beitt sér gegn stjóriðju. Hvatamaður að stofnun hennar var Ólafur Páll Sigurðarson og sætti hann ofsóknum lögreglu fyrir tiltækið. Hreyfingin hélt uppi öflugri andspyrnu gegn Kárahnjúkavirkjun og var því ítrekað haldið fram í fjölmiðlum að hún greiddi liðsmönnum sínum háar fjárhæðir fyrir þátttöku í mótmælaaðgerðum.

Haukur tók virkan þátt í aðgerðum Saving Iceland gegn Kárahnjúkavirkjun og var sakfelldur tvívegis. Í fyrra skiptið fyrir að hafa neitað að yfirgefa vinnusvæði og hlýðnast fyrirmælum lögreglu. Athygli vekur að í dómnum er ekki minnst á að upphaflega var honum gefið að sök að valda álfyrirtæki tjóni með því að klifra upp í krana á vinnusvæði á Reyðarfirði og stöðva þannig vinnu daglangt. Lögreglan hefur í fórum sínum mynd sem tekin var af honum í krananum en þar sem lögmaðurinn hans týndi öllum gögnum og afhenti Hauki aldrei eintak af þeim,  hefur fjölskylda Hauks ekki aðgang að myndinni. Hér er hinsvegar mynd af öðrum liðsmönnum Saving Iceland við svipað tækifæri.

Í síðara skiptið var Haukur í hlutverki upplýsingafulltrúa við lokun vegar að Hellisheiðarvirkjun. Í það skiptið var hann sakfelldur, meðal annars fyrir að hafa ekki gefið öðrum mótmælendum fyrirmæli um að hætta aðgerðum. Ekki fengust skýringar á því á hvaða lagaákvæði sú skylda byggir.

Myndin er af vef Saving Iceland

Share to Facebook