Allt efni

Kveðja frá Jóni Bjarka og Hlín

Kæra Eva, Fatema, fjölskylda Hauks og vinir,Hugur okkar leitar heim nú þegar Hauks er minnst fyrir allt það mikla sem hann hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. Því miður getum við ekki verið með ykkur í dag, en við sendum ykkur okkar hjartans strauma og styrk yfir hafið. Haukur tendraði bál í hjarta okkar, ljós sem aldrei slokknar.Ykkar, Jón Bjarki Magnússon og Hlín Ólafsdóttir

0
Read More

Greetings from Sean McGlynn

Hello all of you in Reykjavik,It’s been an emotional weekend for me here in Northern England, knowing that you are gathering in honour of Haukur.I’m remembering the wooden house we lived in for a while in 2011, over near the airport. We had wonderful visitors, from all over the world! Good music too. And two frogs in a goldfish bowl turned up, that he was looking after for a friend. „Maybe the only frogs in Iceland“, we reckoned. Precious days.I…

0
Read More

Kveðja frá Pontusi og Stínu

Kæru félagar,Þegar texti af þessu tagi er skrifaður rifjast upp ótal minningar sem annars hefðu ef til vill legið áfram í dvala. Við kynntumst Hauki fyrst þegar hann var með sítt hár með allskonar dóti í, berfættur og með flautuna á lofti. Það var í íbúð á Grettisgötu fyrir 10 árum síðan þar sem við leigðum herbergi og hann var iðulega gestur. Okkur fannst hann skemmtilegur, óheftur, uppátækjasamur og svo bjó hann yfir bráðsmitandi prakkaraskap. Við brölluðum ýmislegt með honum…

0
Read More

Barnabrú – Samstöðuaðgerð

Myndin sýnir raunverulegar aðstæður margra flóttabarna í GrikklandiSamstöðuaðgerð með flóttabörnum á göngubrúnni yfir Hringbraut, sunnudaginn 7. júlí kl 14.Mætið með létt barnaföt, blöðrur, tuskudýr og önnur létt leikföng en vinsamlegast ekki festa neitt við handriðið nema undir leiðsögn skipuleggjenda.Lýsum samstöðu með flóttabörnum, á göngubrúnni yfir Hringbraut, sunnudaginn 7. júlí kl 14.Síðustu daga hafa mörg þúsund manns lýst andstöðu við ákvörðun um að reka fjögur börn úr landi. Þar sem þessi tilteknu börn hafa eignast vini á Íslandi, sem eru tilbúnir…

0
Read More

Haukur Hilmarsson og Guðmundur Karl um stöðu flóttabarna

Gististaður flóttafólks í Aþenu. Mynd: Freedom House á FlickrÞegar Haukur var í Grikklandi árið 2016 skrifaði hann bréf þar sem hann kom sérstaklega inn á stöðu barna á flótta. Þetta hafði hann að segja:… og þessi umræða um unga karlmenn sem skilja fjölskyldur sínar eftir er enn eitt dæmið um firringuna. Hér liggja fjölskyldur á götunni […] börn sem sofa á torgum innan um aðra heimilislausa, þ.m.t. alvöru glæpamenn, innan um sorp, sem ekkert pláss er fyrir í yfirfullum gámum,…

0
Read More

Þakkir til stuðningsfólks Leikmanna án landamæra

Helgina 8-9 júní héldum við málþing um hugsjónir Hauks Hilmarssonar. Málþingið fór fram í glæsilegum ráðstefnusal íslenskrar erfðagreiningar. Vinir Hauks fluttu fyrirlestra um þau málefni sem Haukur helgaði líf sitt, Dean Ferrell spilaði á kontabassann og Jamie McQuilkin stóð fyrir fjöldasöng. Frænkur Hauks báru fram glæsilegar veitingar og þar sem veðrið var frábært fóru flesir með kaffið sitt út í hléum.

0
Read More
Samfélagsmiðlar eru líka án landamæra
Hvar er Haukur - fréttaumfjöllun