Einn morguninn furða ég mig á tíðum komum gullfiskarlsins og föruneytis hans á veitingahúsið. Var það ekki bara um síðustu helgi sem þeir voru hér alla nóttina að þrífa búrin?
-Eruð þið alltaf að þrífa þessi fiskabúr eða hvað eruð þið eiginlega að gera? segi ég. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: 2. hluti Tímavillti Víkingurinn
Föstudagskvöld
350 manns í húsinu og ég hef ekki tekið heilan frídag síðan ég man ekki hvenær. Enn bólar ekkert á þessum skemli sem mér var lofað þegar ég byrjaði hér. Verkjar í liðina og þótt ég reyni að bera mig sæmilega kemur afkastaleysið upp um mig. Ég er vön að hamast eins og skriðdreki en í kvöld hef ég ekki undan. Eldhússmamman hjálpar mér og í lokin kemur kokkastelpan líka í uppvaskið. Öll eldhús ættu að hafa svona eldhússmömmu. Án hennar hefði ég verið að fram undir morgun. Lambasteikin enn í leðurgallanum, verður þessum dreng aldrei heitt? Halda áfram að lesa
Zen
– Hvar í fjandanum á ég að ná í þessar 700.000 krónur sem mig vantar? spyr ég og skipti spilabunkanum. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni fylgist með af uppgerðar áhuga. Halda áfram að lesa
Gullkorn
Gullkorn dagsins er úr samninum Eflingar fyrir starfsfólk hótela og veitingahúsa, frá árinu 2003. Það hljóðar svo:
Þernum er ekki skylt að gera stórhreingerningar á loftum gistideilda.
And I still haven’t found …
Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa
Fötin skapa manninn
-Það er bara svo slæmt að byrja í ræstingum af því að það vill enginn taka þær að sér og þá er svo erfitt að vinna sig upp, sagði Blíða og botnaði hreint ekkert í því hvers vegna ég vildi ekki taka þessu gullna tilboði um að gerast gengilbeina. Halda áfram að lesa
Þú ferð í salinn
-Þú verður í salnum í kvöld, sagði Bruggarinn og staðhæfði að hann hefði fengið Egyptann til að taka uppvaskið.
-Ég trúi því ekki að þú ætlir í alvöru að setja mig í þetta helvítis …(ég ætlaði að segja alkóhólistadjobb en áttaði mig nógu snemma. Halda áfram að lesa
Um aumingja og ojmingja
Karlmaðurinn er merkileg dýrategund sem veldur mér sífelldum heilabrotum. Áratugalangar rannsóknir mínar á fyrirbærinu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að gróflega megi flokka karlmenn í þrjár meginmanngerðir. Halda áfram að lesa
Tilboð undirritað
Húsráðandinn minnti á hórumömmu. Hún var með eldrautt hár sem fór enganveginn við hrukkurnar og tók á móti mér vel í glasi og angandi eins og brugghús. Sagði okkur 3x sinnum að hún hefði orðið sextug fyrir skemmstu (ég býst við að það sé þriðji í afmæli hjá henni) og lagði meiri áherslu á að uppfræða okkur um erfðagripi sína og barnabarnafjöld en íbúðina sem hún ætlaði að selja mér. Halda áfram að lesa
Stofna athvarf?
Ég hef ekkert heyrt í Spúnkhildi ennþá og veit því ekki hvort dömpið var alvörudömp, uppeldisdömp, þynnkudömp, þreytudömp eða geðbólgudömp. Jamm, Öryrkinn dömpaði henni semsagt. Halda áfram að lesa
Eldhús
Og svo er ferðamannatíminn á enda, minna um hótelþrif en þörf fyrir mig í eldhúsinu á kvöldin. Halda áfram að lesa
Bréf til kaffihúsavinar
Hmmm…Takk fyrir bréfið minn kæri.
Það er rétt til getið að bæði góðkunningjar og einnig menn sem ég þekki lítið eða ekkert hafa boðist til að bæta úr brýnni karlmannsþörf minni en ég hef ekki hugleitt þau tilboð alvarlega. Viðreynsla virkar eiginlega ekki almennilega á mig nema augliti til auglitis og gefst þó ekkert garantí fyrir því að ég falli í stafi þótt frambjóðandinn sé sýnilegur. Halda áfram að lesa
Bakarí
Ég þarf að vinna í kvöld og kemst ekki á kynningardagskrá vetrarins í Borgarleikhúsinu. Herregud hvað mig langar í karlmann en ekki mæti ég í táldráttarkjólnum í eldhúsið.
Ég fór í bakaríið þegar ég var búin að vinna um hádegisbilið í dag. Stelpan sem afgreiddi mig lítur út eins og Mjallhvít, með svartar fléttur, fullkoma húð og roða í kinnum. Mér datt í hug að kaupa snúð en fór heim með Bláfjallabrauð. Því fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt er til Ólafsbúðar.
Kvold á púbbinn
Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa
Fatt
Ég hafði eiginlega hugsað mér að fara í ljós og verja svo seinni partinum fyrir framan spegilinn, lakka táneglur mínar með perlumóðurlakki og þekja yndisfagran líkama minn með appelsínuhúðareyði, vaxstrimlum, hárnæringu og maska, alveg þar til spegillinn segði hátt og skýrt; Halda áfram að lesa
Þetta verður góður vetur
Þetta verður góður vetur. Allavega menningarlegur. Drengirnir mínir gáfu mér árskort í Borgarleikhúsið, jibbý! Í gær sáum við Yongulfrumbyggjana (það eru ekta halanegrar en ekki segja syni mínum Fatfríði frá því að ég hafi notað það orð) í Salnum og í kvöld er ég að fara með Spúnkhildi í Hafnarfjarðarleikhúsið og þaðan í syngipartý. Verulega langt síðan ég hef lent í slíku og ÞAÐ verður gaman.
Draumur söngfílsins
Söngvarinn hefur ákveðinn fíling. Þessvegna er hann ekki söngfugl heldur söngfíll.
-Eva, heldur þú að það geti staðist að þessi fituhlunkur sé góður í rúminu? segir Hótelstjórinn.
-Ég veit það bara ekki, ég hef aldrei sofið hjá feitum manni svo líklega yrði ég bara að prufukeyra hann til að svara þessu. Halda áfram að lesa
Staðan
Sökum langvarandi nettengingarleysis, húsnæðishrakninga og vinnuálags hefur sápuóperan verið lítt virk undanfarið. Það stendur til bóta. Núna.
Reyndar er ég líka smátt og smátt að henda inn því sem ég skrifaði í dagbókina mína á meðan ég hafði ekki nettenginu, með réttum dagsetningum auðvitað. Halda áfram að lesa
Lykillinn að hamingjunni
Ég er loksins búin að finna lykilinn að lífshamingjunni. Þ.e.a.s. ekki minni eigin lífshamingju, heldur lífshamingju mjög margra annarra. Ég gæti semsé gert margt fólk afar hamingjusamt með því að ráða mig í framhaldsskólakennslu og kaupa þokkalega blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu, helst í Breiðholtinu eða Hafnarfirði. Halda áfram að lesa
Að elska
Að lokum sæki ég sængina mína í bílskúrinn hans pabba. Hún lyktar eins og húsasmiðurinn. Og drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni sestur á rúmstokkinn. Halda áfram að lesa