Draumur söngfílsins

Söngvarinn hefur ákveðinn fíling. Þessvegna er hann ekki söngfugl heldur söngfíll.

-Eva, heldur þú að það geti staðist að þessi fituhlunkur sé góður í rúminu? segir Hótelstjórinn.
-Ég veit það bara ekki, ég hef aldrei sofið hjá feitum manni svo líklega yrði ég bara að prufukeyra hann til að svara þessu. -Hann er alltaf að monta sig af því hvað hann sé mikill foli en ég held nú að það sé bara grobb í honum.
Söngfíllinn horfir glottandi á Hótelstjórann og hefur svo í frammi lostafullt látbragð, lygnir augunum og berar tungubroddinn, stynur.
-Það eina sem ég hef um málið að segja er að það eina sem ræður því hvort maður er góður í rúminu eða ekki er hversu gaman hann hefur af því. Það virkar t.d. sem algjört turnoff á mig ef karlmaður hegðar sér eins og þýskur klámmyndaleikari.

Söngfíllinn kippir sér ekkert upp við skensið heldur horfir ögrandi á mig og segir í hálfdrafandi tón;
-einu sinni gaf ég konunni minni rafknúið páskaegg.

Nú er truntu minni aldeilis dillað.
-Jæja góði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flestar konur taka súkkulaði fram yfir kynlíf. Svo ef þín ektakvinna hefur raunverulega orðið glöð yfir því að fá rafknúið egg í staðinn fyrir almennilegt súkkulaði, hvað segir það okkur þá um frammistöðu þína í bælinu?

En svoleiðis segir maður auðvitað ekki við lítt kunnugan söngfíl með frammstöðukomplex svo ég svara bara jahérna, og tek svo til við uppþvottinn aftur.