„Fréttin“ sem móðgaði Hríseyjarvini

Eva: Heyrðu! Ég var að skoða fjölda flettinga og sé að Kvennablaðið fær bara rífandi lestur. Væri ekki rétt að fara í útrás? Finna kjölfestufjárfesta og ráða fullt af blaðamönnum? Hafa fréttaritara um heim allan?

Steinunn Ólína: Jú það væri auðvitað athugandi. Það er að vísu gúrkutíð framundan en þú getur allavega skrifað fréttir úr Hrísey. Halda áfram að lesa

Þekkir þú höfund bókarinnar Men only …?

Sumarfrí eru eiginlega alveg ágæt. Ég sit í eldhúsinu á Hámundarstöðum í Hrísey og les bók sem kom út í íslenskri þýðingu 1956, Kvenleg fegurð, eða á frummálinu Frau Ohne Alter. Höfundurinn er rússnesk-þýsk leikkona; Olga Tschechowa en bókin er þýdd og staðfærð af frú Ástu Johnsen og prýdd myndum af íslenskum fegurðardrottningum, auk mynda úr þýsku bókinni. Halda áfram að lesa

Himnasíminn

Kvennablaðið leitar að sálmaskáldi því sem svo orti og aðrar upplýsingar um þennan sálm eru einnig vel þegnar. Mér skilst að hann hafi verið sunginn við sama laga og Fósturlandsins freyja en síðasta lína hvers erindis með tilbrigði.

Nú er náðartími,
notum hann sem ber.
Hér er himnasími
handa mér og þér.
Og hann kostar ekkert,
opinn dag og nótt.
Komist þú í kröggur,
kalla þá í símann fljótt!

Kór:
Nú er náðartími,
notum hann sem ber.
Hér er himnasími,
handa mér og þér.
Góður Guð oss hefir
gefið síma þann,
og við sjálfan Jesúm
oft vér tölum gegnum hann.

Móti von og vilja
verði símaslit,
þú skalt það ei dylja
það er ekkert vit.
Bilun þá að bæta
bið þú Guð í trú,
að við æðri veröld
aftur samband fáir þú.

Tímans tönn ei nagað
traustan síma fær,
svo er honum hagað,
hann þér yndi ljær.
Ef þú í hann talar
óðar færðu svar,
af því að hann liggur
upp til himna-miðstöðvar!

Íslenskir ostar eru skyldari tyggjói en osti

Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég flutti til útlanda hvers konar drasl íslenskir brauðostar eru.  Ostur er reyndar rangnefni, þeir eiga meira skylt við gúmmí. Og nei, ég er ekki að tala um gerviost sem er seldur sem pizzuálegg heldur þetta rusl sem er kallað brauðostur, góðostur, skólaostur gauda o.s.frv. Halda áfram að lesa

Sjálfsmorðsþjónustan – ný verðlaunakvikmynd

Þorkell Ágúst Óttarsson er íslenskur kvikmyndaáhugamaður búsettur í Noregi. Hann hefur þrátt fyrir takmörkuð fjárráð gert fjölda stuttmynda og hefur nú náð þeim árangri að fyrsta mynd hans í fullri lengd Suicide Service var valin besta myndin í alþjóðlegu kvikmyndasamkeppninni The Monkey Bread Tree, auk þess sem hann var tilnefndur til verðlauna fyrir bestu kvikmyndatökuna. Halda áfram að lesa

Sumartásur

Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl. Halda áfram að lesa