Sirkus og þingkosningar

Myndin er eftir Bernard Spragg https://c1.staticflickr.com/8/7412/9101944483_f652edf71f_b.jpg

Best er að hafa á þingi þæga trúða sem gera eins og Flokkseigendafélag Íslands vill

Eftir gífurlega vel heppnaða kennslustund kom samnemandi að máli við mig og spurði hvort ég ætlaði að kjósa og hvernig mér þætti að hafa þingkosningar á hverju ári. Sá er Íri og hefur fylgst með íslenskri póltík frá því í hruninu og fær oft annað sjónarhorn en það sem heimspressan býður upp á, í gegnum íslenska vinkonu sína.

Hann sagði mér að þegar hann skammaðist sín mjög mikið fyrir írsk stjórnvöld væri huggun að skoða fréttir frá Íslandi. „Írar þjást af smáríkiskoplex eins og Íslendingar en íslenskir stjórnmálamenn eru ennþá verri en írskir. Íslensk stjórnmál einkennast ekki bara af klíkuskap og spillingu heldur er svo mikið um kjánalegar uppákomur að fyrir þann sem þarf ekki að búa við íslenska pólitík eru fréttir frá Íslandi eins og ágætis gamanþáttaröð“ sagði hann.

Í ljósi þessarar fréttar fannst mér það fyndið.

Ljósmynd: Bernard Spragg

Varðandi borgaralaun og iðjuleysingja

Það er enginn skortur á iðjulausu fólki á fullum launum, það heita bara biðlaun en ekki borgaralaun og eru einungis í boði fyrir fólk sem hefur ekkert með meiri peninga að gera.

Einnig er nokkuð um að fólk sé á fullum launum við störf sem ekkert gagn er að og í sumum tilvikum til óþurftar. Það mætti leggja þau störf niður og jafnvel heilu stofnanirnar.

En sennilega er það ekki aðallega kostnaðurinn sem mönnum svíður, heldur er það hugmyndin um að fátæklingar geti leyft sér að gera áhugamál sín að meginviðfangsefni og kannski atvinnu, sem er svona óbærileg.

Huh

612602EM afstaðið svo vonandi er nú þjóðernisstandpína síðustu vikna eitthvað að hjaðna.

Ég veit ekki hversu margir það voru sem mættu á Arnarhól og nærsveitir til að húa á landsliðið. Örugglega fleiri en á Wintris-mótmælin. Fleiri en á Gay-Pride. Sennilega fleiri en á Menningarnótt. Halda áfram að lesa

Uppskrúfað fjölmenni

Það er engu líkara en að fjölmenni sé í tísku. Konur eru fjölmennari en karlar, börn fjölmennari en fullorðnir o.s.frv.

Ég hélt reyndar að orðið fjölmenni ætti við um hópa. Einn hópur getur verið fjölmennari en annar. Það merkir að í honum er fleira fólk. Það er ekki fleira fólk í konum en körlum. Konur eru einfaldlega fleiri. Þetta eilífa fjölmenni á kannski að hljóma gáfulega. Gefa til kynna að mælandinn hafi góðan orðaforða og sé vanur því að tala á fundum eða koma fram í fjölmiðlum.  Lúðar.

Betri löggæslu takk

Lögreglan í Vestmannaeyjum náði tveimur jónum um helgina og 5 grömmum af maríjúana líka. Heppnir eru Vestmannaeyingar. Annars hefðu jónurnar sennilega verið reyktar og Gvuð má vita hvernig það hefði endað. Sennilega í heróínsprautum en nú hefur þessum ungu konum verið forðað frá slíkum örlögum, þökk sé skynsamlegri fíkniefnalöggjöf.

Hvernig stendur annars á því að lögreglan gerir ekkert til þess að uppræta gvuðlast í íslensku samfélagi? Eða klámið maður, klámið!

Lögreglan þarf að gera klám- og gvuðlastsrassíu bæði í netheimum og í heimahúsum. Annars endar þjóðmenningin í einni allsherjarorgíu. Það gæti jafnvel endað með því að Helvíti yfirfyllist af fordæmdum sálum.