Upp að Steini

Ég hefði seint trúað því að ég ætti eftir að eiga frumkvæði að því að fara í fjallgöngu en mér ofbauð svo úthaldsleysi mitt um síðustu helgi að ég ákvað að við þetta yrði ekki unað öllu lengur svo ég stakk upp á því að fara á Esjuna í dag. Bara upp að Steini samt, ég reiknaði ekki með að hafa úthald í meira en það. Ég hef aldrei gengið á Esjuna áður en Einar hefur haldið því fram að ég yrði svona 40 mínútur upp að Steini. Það sannaðist í dag eins og svo oft áður að hann hefur miklar ranghugmyndir um líkamlegt atgervi mitt.

Pabbi kom með okkur og þegar við fórum að sækja hann var grenjandi rigning í Kópavogi svo við vorum hreint ekkert viss um að það yrði neitt gönguveður. Við töluðum um að fara þá bara inn í Kollafjörð og rölta eitthvað stutt þar en þegar við komum að Mógilsá var þurrt og blankalogn en sólarlaust. Alveg fullkomið fjallgönguveður.

Einar íþróttaálfur gekk með okkur á öryrkjahraða upp í mitt fjall en hljóp svo upp á topp á meðan við pabbi siluðumst restina upp að Steini í hinum mestu rólegheitum.

Ekki fannst mér þessi steinn nú merkilegur. Ég hafði búist við litlum kletti en þetta er bara smáhlullungur, svo ómerkilegur að við gleymdum að taka mynd af honum.

Við fengum svo sólskin á niðurleið, sem er einmitt alveg fullkomið.

Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég ætti eftir að nota göngustafi án þess að vera fótbrotin hefði ég ranghvolft augunum en það er reyndar ágætt að hafa þá, ekki síður á leiðinni niður.

Ferðalok

Þegar við vorum komin í gegnum Hvalfjarðargöngin ók Áttavitinn til baka í átt að Hvalfirði. Við fórum nú samt ekki lengra en að Meðalfellsvatni en þar leituðum við lengi dags að gamla kofanum afa og ömmu sem Hulla uppástóð að hefði verið færður og stæði þar einhversstaðar enn. Við stelpurnar vorum þar mikið sem börn og oft var pabbi með líka. Ekki fundum við bústaðinn (eða öllu heldur kofann) enda vafalaust löngu búið að rífa hann. Halda áfram að lesa

Akranes

13515287_10208663074029758_281156297_nÞegar við komum að Grímsstöðum á mánudagskvöld, uppgötvaði ég að ég hafði týnt símanum mínum. Sem betur fer var þetta ekki óbætanlegur snjallsími heldur gamli nokiasíminn sem ég fékk þegar Hulla yngdi upp. Ég reiknaði ekki með að finna hann aftur en við stoppuðum við Borgarnes þar sem við höfðum borðað nesti á mánudeginum því þar mundi ég síðast eftir honum. Og haldiði að hann hafi ekki bara legið þar í grasinu. Sem betur fer hafði ekkert rignt og síminn er í fínu lagi. Halda áfram að lesa

Grillað á Grímsstöðum

Þegar skoðunarferð um Berserkjahraun lokinni var klukkan að halla í 6 og tímabært að halda heim til að grilla. Ég hafði reyndar haldið að við gætum ekið nesið allt á einum degi en það er ekki raunhæft ef maður fer í svona langa siglingu og stoppar lengi í Bjarnarhöfn. Skítt með það, þetta var búinn að vera frábær dagur og pabbi er hvort sem er búinn að sjá Dritvík, Vatnshelli, Hellna og annað áhugavert á þessari leið. Halda áfram að lesa