Fjölskyldujól

Þessi jólin eru Hulla, Eiki og öll börnin þeirra og barnabörn á landinu. Ragna og pabbi buðu okkur systrum og mökum í mat þann 27.  Ragna deildi þessari mynd á Facebook og ég tók mér það bessaleyfi að nota hana.

Í dag héldum við svo sameiginlegt boð fyrir alla fjölskylduna í salnum á Austurbrúninni. Það vantaði að vísu Hauk, sem er í útlöndum og Júlíus var eitthvað lasinn svo hann kom ekki heldur en allir aðrir komu.

Við vorum auðvitað með allt of mikinn mat og samviskubitið yfir öllu sem fór í ruslið á eftir að endast fram að næstu jólum. Sem er kannski bara ágætt því ég mun aldrei aftur útbúa rækjukokteil fyrir 18 manns nema vita að allir vilji hann og skilyrði að enginn annar forréttur sé í boði

Pabbi og Ragna tóku að sér uppþvottinn. Það hafði nú ekki verið hugmyndin en það var engu tauti við þau komandi.

Deila

Share to Facebook

Tjáðu þig