Grillað á Grímsstöðum

Þegar skoðunarferð um Berserkjahraun lokinni var klukkan að halla í 6 og tímabært að halda heim til að grilla. Ég hafði reyndar haldið að við gætum ekið nesið allt á einum degi en það er ekki raunhæft ef maður fer í svona langa siglingu og stoppar lengi í Bjarnarhöfn. Skítt með það, þetta var búinn að vera frábær dagur og pabbi er hvort sem er búinn að sjá Dritvík, Vatnshelli, Hellna og annað áhugavert á þessari leið. Halda áfram að lesa

Elliðaey og Hrappsey

Elliðaey – myndin er af vef Wikipedia

Elliðaey
Áður en hafmeyjan Þóra í Þórishólma hvarf í hafið eignuðust þau Jón dóttur sem var nefnd Þórunn. Hún bjó í Elliðaey og þótti undarleg. Sat flestum stundum á klettasillu og spann þráð ofan í sjóinn. Sagt er að margir snældusnúðar hafi fundist fyrir neðan klettinn. Halda áfram að lesa