Hvaðan kemur þessi sýra?

Í nótt var ég í eldhúsinu að djúpsteikja rækjur (sem ég geri aldrei) af því að stöðugleikastjórnin var að koma í mat. Ég hafði boðið öllu liðinu í mat til að kynna þeim splunkunýja stjórnarskrártillögu sem engill drottins hafði fært mér á gulltöflum. Ég gerði mér grein fyrir því að það kynni að þykja ótrúverðugt og var eitthvað að velta því fyrir mér hvort yrði kannski bara trúverðugra að eigna sjálfri mér krógann. Í draumnum hafði ég samt engar áhyggjur af því að sú staðreynd að ég var í kafarabúningi, með froskalöppum og súrefniskút, kynni að hafa áhrif á trúverðugleika minn.

Engin bókakaup

Ég hef ekki þurft að kaupa eina einustu námsbók þessa önn. Bókasafnið hér er frábært og kennarar ekki að hamast við að reyna að græða á nemendum. Allar greinar sem ég hef lesið hingað til er hægt að fá á rafrænu formi í gegnum bókasafnið. Í mörgum tilvikum er hægt að hlaða greininni niður. Halda áfram að lesa