Útilega – dagur 3 – Svínafellsjökull

Ég hafði aldrei stigið fæti á jökul og þótt ég sé ekki svo hrifin af áhættusporti að mig langi í ísklifur eða að klöngrast yfir jökla dögum saman, hefur mig samt langað ponkulítið að prófa að stíga á jökul, bara til að vita hvort það er eitthvað líkt því að ganga um götur Reykjavíkur í febrúar. Það er búið að loka vegarslóðanum að Breiðamerkurjökli en við komumst að Svínafellsjökli. Halda áfram að lesa

Blogggáttin 2017

Ég var að skrá norn.is á Blogggáttina en ég hef ekki fylgst með henni í mörg ár. Listinn yfir mest lesnu blogg ársins hefur ekki verið uppfærður frá 2011. Mér sýnist reyndar að stórir netmiðlar sem hafa auglýsingatekjur, og eru uppfærðir oft á dag, hafi nánast yfirtekið Bloggáttina. Þeir sem halda úti sínum eigin lénum eru lítt sýnilegir og bloggarar sem birta skrif sín á bloggsvæðum stóru miðlanna eru í þeirri undarlegu stöðu að keppa um athyglina við miðlana sem þeir skrifa fyrir, frítt. Halda áfram að lesa

Lúxuskrísa

Ég verð að fara að taka ákvörðun um það hvað ég ætla að gera í vetur. Mig langar nákvæmlega ekkert að taka meistaranám í HÍ, þar er sama ömurlega krossaprófastefnan og í grunnnáminu og gert ráð fyrir 5 námskeiðum á önn. FIMM námskeiðum. Mér hrýs hugur við því. Maður á semsagt að halda áfram að krafsa í yfirborðið á öllu. Læra þúsundir blaðsíðna utan að og reyna að komast hjá því að hugsa sjálfstætt. Engin sérhæfing og sárafá tækifæri til að kafa djúpt í efnið. Ég gubba. Halda áfram að lesa