Önnur kveðja til Erdoğans

Ræðismaður Tyrklands á Íslandi svaraði beiðni minni um að koma kveðju minni til Erdoğans á miðvikudag. Hann var hinn elskulegasti og sagðist hafa framsent hana á sendiráðið í Osló, sem sér víst um samskiptin við Tyrkland. Ég hafði reyndar sent þeim póstinn líka og mun þá snúa mér þangað hér eftir.

Ég er búin að senda ógeðinu Erdoğan annað kort sem sjá má hér að ofan. Myndin birtist í mest lesna dagblaði Hollands eftir að hollensk blaðakona af tyrkneskum uppruna, Ebru Umar, var handtekin í Tyrklandi vegna ummæla sinna um Erdoğan á Twitter.

Ég sendi kortið á sendiráðið í Osló með eftirfarandi skilaboðum:

Dear embassy staff

Attached is my second message to Turkey’s Butthead of State. Please deliver it to him. He might also want to know that the media picked up my e-card from last Wednesday.  Jerk Erdoğan will hear more from me, and despite his censorship -Turkish citizens will see my message to him.

Best regards

Eva Hauksdóttir

 

Deila færslunni

Share to Facebook