Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Við vorum tvær vikur í Úganda í apríl (já ég er ekki ennþá búin að skrifa allt sem ég ætla að skrifa um þá ferð.) Ég fór ekkert á netið á meðan. Svo vorum við tíu daga í Danmörku í maí og þá var netnotkun mín í algeru lágmarki. Erum líka búin að fara í Hrísey og ferðast innanlands og ég hef verið í algeru netfríi á meðan. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Úganda
Flúðasigling á Níl
Við Eynar fórum í flúðasiglingu á Níl. Ætluðum að gista en koksuðum á því þegar við áttuðum okkur á því að það var langt í næsta bæ og engin afþreying í boði á hótelinu um kvöldið. Þegar við komum heim var negrakóngurinn ekki heima. Kom heim næsta dag en varðist frétta af því hvar hann hefði verið. Við toguðum það þó upp úr honum að hann hefði eldað karrý handa konu – sem síðar kom í ljós að er barnsmóðir hans.
Afríkukjóllinn
Það vill svo heppilega til að við Eynar erum venjulega sammála um það sem skiptir máli. T.d. það að ég geti aldrei átt of marga kjóla. Blessunarlega höfum við líka nokkuð svipaðan smekk hvað varðar klæðaburð en mitt róf er þó öllu breiðara en Eynars. Halda áfram að lesa
Barnsfórnir í Úganda
Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Flestir hafa heyrt um hreyfingu Konys og félaga, LRA, og glæpi hennar gagnvart börnum en þeir eru kannski færri sem vita að samkvæmt opinberri stefnu ríkisstjórnarinnar má taka unglinga niður í 13 ára í herinn svo fremi sem samþykki liggur fyrir. Ég veit ekki hvers samþykki er átt við, barsnins eða föður þess (í Úganda hafa mæður engan rétt til barna sinna) . Í samanburði við glæpi Konys þykir það kannski ekki mikið mál að árið 2006 voru 5000 barnahermenn í úgandíska ríkishernum. (Nánari upplýsingar t.d. hér og hér.) Og svo hefur samþykki reyndar ekki alltaf verið neitt stórmál í huga Musevenis og félaga. Halda áfram að lesa
Kókos
Úganda og Ísland eiga það sameiginlegt að fátt er um verulega huggulega veitingastaði sem sérhæfa sig í hefðbundnum mat innfæddra. (Reyndar lifa Íslendingar ekki lengur á saltkjöti og slátri en Úgandamenn lifa ennþá á matoke.) Við fórum með Árna og Drífu á flottan indverskan stað og þótt sé gaman að bragða afrískan mat verður að segjast eins og er að indversk matarmenning er öllu fjölbreyttari og áhugaverðari því hefðbundin afrísk mátíð samanstendur af fjórum tegundum af sterkju með örmagni af kjöti, fiski, baunum eða grænmeti. Halda áfram að lesa
Skólaheimsókn í Úganda
Síðasta vor var ég svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ferðast til Úganda. Einn af mörgum eftirminnilegum atburðum var heimsókn í barnaskóla í Masindi, sem er 45.000 manna bær í nágrenni Kampala. Halda áfram að lesa
Dýrin útí Afríku 4 – Murchinsons
Við sáum ekki ljón fyrri daginn en þann seinni fengum við prívat leiðsögumann sem gerþekkir garðinn. Hann fann ljón fyrir okkur.
Dýrin útí Afríku 3 (Sigling á Níl)
Vervet apakettir eru algengir. Ekki bara inni í þjóðgerðinum sjálfum heldur voru margir þeirra líka að skottast á tjaldstæðinu okkar. Halda áfram að lesa
Dýrin útí Afríku 2 – Murchinson
Fyrri part dagsins sér maður helst grasbíta og fugla. Við sáum marga gírafa fyrri partinn en engan fíl. En seinni partinn sáum við fíla. Ég hef alltaf ímyndað mér að fílar séu þungstígir en þeir hlaupa ofur létt, nánast eins og hirtir.
Betl
Það er áreiðanlega erfið vinna að vera betlari. Sitja aðgerðalaus tímunum saman. Augnaráð vegfarenda lýsa vorkunnsemi og þó oftar fyrirlitningu, þ.e.a.s. augnaráð þeirra sem á annað borð líta í átt til betlarans því flestir forðast að horfa á eymdina. Og oftast lítið upp úr því að hafa. Halda áfram að lesa
Dýrin útí Afríku 1 – Murchinsons
Langsokkur negrakóngur fór með okkur í tveggja daga fer í Murchinsons Falls þjóðgarðinn. Við gistum í tjöldum sem voru með uppbúnum rúmum og rafmagni og klósett of sturta fyrir utan. Æðislegt veitingahús sem tilheyrir tjaldstæðinu. Við keyptum svona helgarpakka. Því fylgdi frábært morgunverðarhlaðborð, súpa og salat í hádeginu og við fengum að velja um 2 forrétti 3 aðalrétti og 2 eftirrétti á dag. Svo var auðvitað bar og hægt að fá brennivín að hætti héraðsins – sem er ekki ólíkt gini. Mesta ævintýrið var samt auðvitað að fara inn í þjóðgarðinn og sjá dýrin. Þessar myndir eru frá fyrri hluta fyrri dagsins.
Umferð í Úganda
Gatnakerfið í Kampala ber ekki umferðina. Á álagstímum tekur óratíma að komast á milli staða. Í Kampala virðast engar umferðarreglur gilda og víða eru hvorki umferðarmerki né götuljós. Hér ekki lestakerfi. Það eru leigumótorhjól og skutlur sem halda uppi almenningssamgöngum. Halda áfram að lesa
Pyntingaklefar
Eitt af því sem við skoðuðum í Úganda var dýflissan þar sem Idi Amin lét þá sem hann taldi til fjandmanna sinna rotna í hel í bókstaflegri merkingu. Forsetahöllin, Mengo-höllin eins og hún er kölluð eftir hæðinni þar sem hún stendur, er frekar nútímaleg bygging. Höllin sjálf er lokuð ferðamönnum en hægt er að skoða dýflissuna sem er þar í bakgarðinum. Halda áfram að lesa
Með Walter á vélhjóli – moskan
Þessi megatöffari heitir Walter. Hann býður ferðamönnum upp á skoðunarferðir um Kampala sem farþegar á mótorhjólum eða “boda boda” eins og vélhjól eru kölluð hér. Halda áfram að lesa
Galdrafólk á Ovino markaðnum
Owino markaðurinn er Kampala útgáfan af Kolaportinu. Þetta er gríðarstór markaður og gerólíkur túristamörkuðum. Walter fór með okkur þangað. Hann varaði okkur við þjófum og þar sem við vorum bara með símamyndavél sem auðvelt er að hrifsa í mannþrönginni tókum við engar myndir. Myndirnar sem ég birti hér fann ég á netinu.
Mér líður ekki vel í mannþröng og hefði ekki langað að verja mjög löngum tíma á Owino markaðnum en mér fannst gaman að sjá hann. Þremur dögum eftir að við fórum þangað með Walter brann hluti af markaðnum og talið er víst að eldurinn hafi verið af mannavöldum. Fólk hefur áður borið eld að markaðnum, síðast 2011. Tilgangur brennuvargana virðist vera sá að leggja viðskipti samkeppnisaðila í rúst. Halda áfram að lesa
Vestræn klæði
Svo margt sem vekur athygli okkar þennan fyrsta dag okkar í Kampala. Karlar flytja ótrúlegustu byrðar á reiðhjólum og vélhjólum. Konur bera stórar ávaxtakörfur á höfðinu. Börn leika sér að ónýtum reiðhjóladekkjum í drullunni en hér er lítið um malbik eða steypar gangstéttar og flísar, allsstaðar þessi rauði, fíngerði leir sem verður að leðju í rigningu. Halda áfram að lesa
Koman til Kampala
Húsgagnaverslun í Kampala
Úganda er land undarlegrar þversagnar. Hér er paradís á jörð. Fullkomið veðurfar; hitastigið á bilinu 20-27 gráður árið um kring. Hér er nóg vatn og frjósamur jarðvegur, góðar koparnámur, olía, m.a.s. heitt vatn. Engu að síður býr þorri Úgandafólks við sára fátækt. Hér rignir reglulega en samt búa um 40% Úgandamanna við ófullnægjandi aðgegni að drykkjarvatni. Viktoruvatn fullt af fiski, ræktarskilyrði frábær og meira en 80% þjóðarinnar eru bændur en samt sem áður þjáist stór hluti þjóðarinnar af næringarskorti. Um 40% barnadauða má rekja beinlínis til vannæringar og 38% barna undir 5 ára aldri eru vannærð. Þetta er Úganda. Landið er auðugt, þjóðin snauð. Halda áfram að lesa
Dagur eitt í Úganda
Úgandaferðin fór langt fram úr væntingum. Langsokkur negrakóngur reyndist hinn mesti höfðingi heim að sækja og auk þess hinn prýðilegasti leiðsögumaður. Meira að segja Eynar, sem þóttist nú rétt mátulega spenntur þegar við lögðum af stað, talar um að fara þangað aftur. Halda áfram að lesa
Einhverntíma
Það hefur verið skítkalt í Glasgow síðustu vikurnar og ég legg til að Global Warming verði rekinn. Þetta er bara engin frammistaða. Nújæja, það þýðir víst ekkert að láta það brjóta sig niður svo við erum að fara til Úganda um mánaðamótin. Þar er fullkomið veðurfar árið um kring, svona á bilinu 20-25°C og við verðum hjá vini sem þekkir allar aðstæður. Ég píndi Eynar til að fá sér snjallsíma bara af því að ég vil hafa myndavél sem ég ræð við. Helst vildi ég auðvitað hafa Ingó með en það er nú eins og það er. Halda áfram að lesa