Fjölskyldan helga, eftir Paolo Veronese (1528–1588)
Fórum á safn í dag og sáum urmul af hrikalega ófríðum englum, heilögum meyjum og öðru fólki sem hefði þurft á fótósjoppu að halda. Halda áfram að lesa
Fjölskyldan helga, eftir Paolo Veronese (1528–1588)
Fórum á safn í dag og sáum urmul af hrikalega ófríðum englum, heilögum meyjum og öðru fólki sem hefði þurft á fótósjoppu að halda. Halda áfram að lesa
Það er áreiðanlega erfið vinna að vera betlari. Sitja aðgerðalaus tímunum saman. Augnaráð vegfarenda lýsa vorkunnsemi og þó oftar fyrirlitningu, þ.e.a.s. augnaráð þeirra sem á annað borð líta í átt til betlarans því flestir forðast að horfa á eymdina. Og oftast lítið upp úr því að hafa. Halda áfram að lesa
Gatnakerfið í Kampala ber ekki umferðina. Á álagstímum tekur óratíma að komast á milli staða. Í Kampala virðast engar umferðarreglur gilda og víða eru hvorki umferðarmerki né götuljós. Hér ekki lestakerfi. Það eru leigumótorhjól og skutlur sem halda uppi almenningssamgöngum. Halda áfram að lesa
Eitt af því sem við skoðuðum í Úganda var dýflissan þar sem Idi Amin lét þá sem hann taldi til fjandmanna sinna rotna í hel í bókstaflegri merkingu. Forsetahöllin, Mengo-höllin eins og hún er kölluð eftir hæðinni þar sem hún stendur, er frekar nútímaleg bygging. Höllin sjálf er lokuð ferðamönnum en hægt er að skoða dýflissuna sem er þar í bakgarðinum. Halda áfram að lesa
Þessi megatöffari heitir Walter. Hann býður ferðamönnum upp á skoðunarferðir um Kampala sem farþegar á mótorhjólum eða “boda boda” eins og vélhjól eru kölluð hér. Halda áfram að lesa
Owino markaðurinn er Kampala útgáfan af Kolaportinu. Þetta er gríðarstór markaður og gerólíkur túristamörkuðum. Walter fór með okkur þangað. Hann varaði okkur við þjófum og þar sem við vorum bara með símamyndavél sem auðvelt er að hrifsa í mannþrönginni tókum við engar myndir. Myndirnar sem ég birti hér fann ég á netinu.
Mér líður ekki vel í mannþröng og hefði ekki langað að verja mjög löngum tíma á Owino markaðnum en mér fannst gaman að sjá hann. Þremur dögum eftir að við fórum þangað með Walter brann hluti af markaðnum og talið er víst að eldurinn hafi verið af mannavöldum. Fólk hefur áður borið eld að markaðnum, síðast 2011. Tilgangur brennuvargana virðist vera sá að leggja viðskipti samkeppnisaðila í rúst. Halda áfram að lesa
Svo margt sem vekur athygli okkar þennan fyrsta dag okkar í Kampala. Karlar flytja ótrúlegustu byrðar á reiðhjólum og vélhjólum. Konur bera stórar ávaxtakörfur á höfðinu. Börn leika sér að ónýtum reiðhjóladekkjum í drullunni en hér er lítið um malbik eða steypar gangstéttar og flísar, allsstaðar þessi rauði, fíngerði leir sem verður að leðju í rigningu. Halda áfram að lesa
Húsgagnaverslun í Kampala
Úganda er land undarlegrar þversagnar. Hér er paradís á jörð. Fullkomið veðurfar; hitastigið á bilinu 20-27 gráður árið um kring. Hér er nóg vatn og frjósamur jarðvegur, góðar koparnámur, olía, m.a.s. heitt vatn. Engu að síður býr þorri Úgandafólks við sára fátækt. Hér rignir reglulega en samt búa um 40% Úgandamanna við ófullnægjandi aðgegni að drykkjarvatni. Viktoruvatn fullt af fiski, ræktarskilyrði frábær og meira en 80% þjóðarinnar eru bændur en samt sem áður þjáist stór hluti þjóðarinnar af næringarskorti. Um 40% barnadauða má rekja beinlínis til vannæringar og 38% barna undir 5 ára aldri eru vannærð. Þetta er Úganda. Landið er auðugt, þjóðin snauð. Halda áfram að lesa
Úgandaferðin fór langt fram úr væntingum. Langsokkur negrakóngur reyndist hinn mesti höfðingi heim að sækja og auk þess hinn prýðilegasti leiðsögumaður. Meira að segja Eynar, sem þóttist nú rétt mátulega spenntur þegar við lögðum af stað, talar um að fara þangað aftur. Halda áfram að lesa
Eynar þurfti að fara í fjögurra daga vinnuferð til í Milton Keynes sem er í svona hálftíma lestarferð frá London. Ég fór með þótt ég ætti svosem ekki annað erindi en að vera nálægt honum.
Við fengum okkur smá kaffi þegar við lentum í Luton Halda áfram að lesa
Ég uppgötvaði „kvöldmatarlausn“ á Malaga. Maður kallar bara afganga síðustu „tapas“ og þar með eru þeir orðnir fínn matur.
Komum til Malaga í dag. Erum búin að kíkja á miðbæinn. Göturnar eru flísalagðar og það kemur mér á óvart hvað þær eru hreinar og fínar. Þetta er algjör túristastaður. Veitingahús og minjagripabúðir allsstaðar.
Ég hef aldrei farið á hlýjan stað í skammdeginu fyrr en naut þess virkilega í dag að rölta um í 18 gráðu hita og það byrjar ekkert að skyggja fyrr en eftir kl 5. Það eru jólaskreytingar á öllum torgum og verður væntanlega búið að kveikja á þeim þegar við förum út að borða á eftir.
***
Borðaði dásamlegan skötusel utan dyra í hlýju myrkri, kom svo heim á hótel og uppgötvaði að Colbert Nation þættirnir eru aðgengilegir á Malaga. Líf mitt er fullkomið.
Í hópi stærðfræðinga í kastalanum. Eynar er svona á svipinn af því að hann þurfi að bíða í 30 sekúndur á meðan Serge smellti mynd af okkur. Leitt að Serge skuli ekki vera á myndinni.