Ferð til Linlithgow

Í hópi stærðfræðinga í kastalanum. Eynar er svona á svipinn af því að hann þurfi að bíða í 30 sekúndur á meðan Serge smellti mynd af okkur. Leitt að Serge skuli ekki vera á myndinni.

Kassastrákurinn horfði sljóum augum á konuna á meðan hún lauk við að setja vörurnar í poka. Lyyyyyyfti svo hendinni, hæææægt og rólega og þokaði vörunum yfir strikamerkjalesarann. Best að flana að engu.

Eynar tvísté. Hann er þessi týpa sem reimar skóna sína í lyftunni til að spara tíma. Það var einmitt þannig sem við kynntumst. Við hittumst í lyftu og þar sem skórnir hans voru óreimaðir, tókst mér að heilla hann upp úr þeim. Hann hlutgerði mig á staðnum og bauð mér í kaffi en það var áður en við fréttum að það jafngildir víst nauðgun að bjóða konu í lyftu í kaffi.

Konan setti síðustu jógúrtdolluna í pokann og drengurinn hélt áfram að afgreiða og eftir það sem Eynar skynjar sem langa mæðu en mér finnst bara eðlileg bið, komumst við loksins út.

Fátt að frétta. Heimsóttum Linlithgow í gær með hópnum hans Eynars. Skoðuðum kastala og fórum út að borða á skoskum stað. Mæli með því að túristar fari bara frekar á ítalska staði.

Eynar gaf mér eyrnalokka en ekki fyrr en eftir að við skoðuðum kastalann svo þeir sjást ekki á myndinni. Ég var eina konan í hópnum. Hinar eru sennilega búnar að gefast upp á því að reyna að skilja stæðfræðibrandara.

Deila færslunni

Share to Facebook