Mávar

Eynar:  Ef ég væri mávur myndi ég sitja efst í þessum byggingarkrana og horfa yfir lendur mínar. Láta mig svo gossa niður og bera ekki fyrir mig vængi fyrr en í fimmtíu metra hæð.
Eva:  Aldrei hef ég séð máv hegða sér þannig.
Eynar:  Nei og það sýnir bara að mávar hafa ekkert hugmyndaflug.