Valkvíði

Fyrstaheimsvandamálin eru að ríða okkur Eynari á slig. Nú er lítrinn af Bombay gini á 18 pund í Sainsbury´s og lítrinn af Tangueray gini er á 16 pund hjá Morrisons. Við eigum hinsvegar þvílíkan lager af gini að það væri bara rugl að kaupa meira. Og af þessu getum við lært að annað hvort drekkum við ekki nóg, eða þá að þið hin komið ekki nógu oft í heimsókn.

Jákvæðnihættan

Maðurinn minn er að hóta að vera jákvæður á FB. Ef það hefur þau áhrif að hann taki upp á því að nöldra heima (við erum ekki með bíl í Glasgow og hann nöldar eingöngu á netinu og undir stýri), þá neyðist ég til að pósta einhverju sem gengur fram af honum. Þannig að ef ég tek allt í einu upp á því að tala vel um Framsóknarflokkinn eða halda því fram að súkkulaði sé óhollt – þá þýðir það ekki að ég sé búin að missa glóruna, heldur bara aðgerð til að viðhalda sæluástandi á heimilnu. Til þess eru kommentakerfin að kverúlantast.

ABBB maðurinn

A maðurinn á heimilinu (sem fór líka „snemma“ að sofa í gær) en kominn á fætur, eldsnemma uppúr 10. Hann segist reyndar bara vera ABBB maður í dag. Ígær kom hann fram 10 mín í 10 en það er nú kannski fullbratt. ABBB maðurinn er geyspandi en ekki þó slagandi.

A maðurinn

Einar er kominn á fætur!

Hann fór snemma í rúmið (um eittleytið) í gærkvöld með þeim ásetningi að gerast A-maður. Miðað við framgöngu hans í eldhúsinu á þeirri stundu sem þetta er skrifað gæti maður haldið að hann væri fullur en ég er nokkuð viss um að svo er ekki. Og er þaðan runninn málshátturinn: Betra er að vera A maður en AA maður.

Lúsíukettir

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Það er hefð fyrir því á okkar heimili að bjóða upp á jólaglögg á aðventunni. Sú hefð verður viðhöfð í fyrsta sinn í dag og mun heppnast gífurlega vel.

Uppfært 22:13
Þetta var ágætt.

Jólabakstur

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Ástin

Maðurinn minn gaf mér tölvu með Windows. Við erum að tala um alvöru ástarjátningu. Svona eins og ef KR-ingur hefði gefið konunni sinni 5 ára miða á alla leiki Vals.

Sóun á hæfileikum

Þegar Eynar var lítill ætlaði hann að verða drykkjumaður.
Þegar hann var unglingur ætlaði hann að verða öreigi.
Sem ungur maður vildi hann verða iðnaðarmaður og gerði eitthvað í því.
Öll þessi frómu plön hans runnu þó út í sandinn og hann endaði sem stærðfræðingur.
Nú er hann að átta sig á því að hann hefði eiginlega átt að verða ballettdansari.
#hvílíksóunáhæfileikum

Vandamál dagsins

Maðurinn minn kvartar aldrei yfir neinu nema fyrstaheimsvandamálum á borð við það að þurfa að frysta ísmolana sína sjálfur (því hér er er ekki hægt að fá ísmola í hverri matvöruverslun). Vandamál dagsins er það að hann er búinn að kaupa um það bil 40.000 hitaeiningar af súkkulaði en er ekki nógu svangur til að borða það.

Gallaður kjóll

Ég skundaði götuna fast á hæla Eynari, náði andanum á meðan hann tvísté við gangbrautarljós en snaraðist svo á eftir honum þegar hann sá sér færi á að skjótast á milli vélhjóls og vörubíls. Á rauðu ljósi að sjálfsögðu. Halda áfram að lesa

Mávar

Eynar:  Ef ég væri mávur myndi ég sitja efst í þessum byggingarkrana og horfa yfir lendur mínar. Láta mig svo gossa niður og bera ekki fyrir mig vængi fyrr en í fimmtíu metra hæð.
Eva:  Aldrei hef ég séð máv hegða sér þannig.
Eynar:  Nei og það sýnir bara að mávar hafa ekkert hugmyndaflug.

Einfalt trix

Eynar: Ég skal kenna þér trix svo þú gleymir ekki kóðanum aftur. Þú leggur bara hæstu töluna á minnið og setur hana í annað veldi.
Eva: Hvernig á það að hjálpa? Útkoman segir mér ekkert um hinar tölurnar.
Eynar: Nei en ein talan kemur tvisvar sinnum fyrir og margfeldið af tveimur tölum er jafnt þeirri þriðju.
Eva: Jahá? En af hverju ætti ég frekar að muna það en fjögurra talna streng?
Eynar: Ja það er bara einfaldara.