Rauð viðvörun

Það snjóar í Glasgow. Þetta er í fyrsta sinn á þessum 6 árum sem ég hef búið hér sem snjó festir lengur en sólarhring. Í gærmorgun var logn og jafnfallinn snjór, varla meira en 5 cm. Ég fékk þessa tilkynningu í pósthólfið „Please note that due to severe weather the University is closed today“. Halda áfram að lesa

Engin bókakaup

Ég hef ekki þurft að kaupa eina einustu námsbók þessa önn. Bókasafnið hér er frábært og kennarar ekki að hamast við að reyna að græða á nemendum. Allar greinar sem ég hef lesið hingað til er hægt að fá á rafrænu formi í gegnum bókasafnið. Í mörgum tilvikum er hægt að hlaða greininni niður. Halda áfram að lesa

Málstofa um UN

Í gær var málstofa um uppbyggingu og hlutverk SÞ. Kennarinn,  Alan Miller, er í lögfræðingateymi á vegum SÞ.

Hann byrjaði tímann á því að taka fram að hann ætlaði ekkert að mata okkur á efni sem við gætum lesið sjálf heldur að halda uppi umræðum um stöðu SÞ. Svo fór hann bara að segja sögur af reynslu sinni. Hann náði algerlega athygli hópsins og fljótlega sköpuðust góðar umræður.

Í seinni tímanum sagði hann að hann hefði eiginlega ætlað að skipta okkur í umræðuhópa en fyrst væri góð umræða í gangi þá skyldum við bara halda henni áfram. Hér er semsagt ekki markmiðið að komast yfir efnið heldur að dýpka skilning nemenda og að tímarnir skilji eitthvað eftir.

Hér eru menn heldur ekkert hræddir við „heitar kartöflur“. Alan sagði t.d. hreint út að hann teldi Trump ekki bara ógn við heimsfriðinn og viðleitni til að draga úr umhverfisspjöllum með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja, heldur líka ógn við tilvist SÞ.

Ég elska Strathclyde!

Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.

Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa

Önnin hafin

Önnin er að hefjast fyrst núna. Held samt að hún sé álíka löng og hjá HÍ því það er engin kennslulaus vika – ekki gert ráð fyrir neinni verkefnaviku eða upplestrarfríi. Ég skil ekki alveg hvernig ég á að fara að því að taka próf daginn eftir að kennslu lýkur, hef sennilega gert það síðast í 8. bekk. Fékk svæsið geðbólgukast þegar ég sá stundatöfluna. Halda áfram að lesa

Lúxuskrísa

Ég verð að fara að taka ákvörðun um það hvað ég ætla að gera í vetur. Mig langar nákvæmlega ekkert að taka meistaranám í HÍ, þar er sama ömurlega krossaprófastefnan og í grunnnáminu og gert ráð fyrir 5 námskeiðum á önn. FIMM námskeiðum. Mér hrýs hugur við því. Maður á semsagt að halda áfram að krafsa í yfirborðið á öllu. Læra þúsundir blaðsíðna utan að og reyna að komast hjá því að hugsa sjálfstætt. Engin sérhæfing og sárafá tækifæri til að kafa djúpt í efnið. Ég gubba. Halda áfram að lesa

Útskrifuð

Við erum rétt komin úr Hrísey, þar sem við vorum síðustu viku, flesta dagana í skítakulda.

Í dag er 24. júní og enginn smá heiður að útskrifast á sjálfum Þórudeginum. Hjarta mitt svellur af stolti yfir þessari tengingu. Halda áfram að lesa

Prófsýning

Ég fékk skýringar á einkunnagjöf fyrir eitt prófanna minna í dag. Ein kennslukona Lagadeildar var svo elskuleg að taka á móti mér þótt ég eigi í raun engan rétt á því fyrst ég gat ekki mætt í prófsýningu á auglýstum tíma. Halda áfram að lesa

Jákvæðnihættan

Maðurinn minn er að hóta að vera jákvæður á FB. Ef það hefur þau áhrif að hann taki upp á því að nöldra heima (við erum ekki með bíl í Glasgow og hann nöldar eingöngu á netinu og undir stýri), þá neyðist ég til að pósta einhverju sem gengur fram af honum. Þannig að ef ég tek allt í einu upp á því að tala vel um Framsóknarflokkinn eða halda því fram að súkkulaði sé óhollt – þá þýðir það ekki að ég sé búin að missa glóruna, heldur bara aðgerð til að viðhalda sæluástandi á heimilnu. Til þess eru kommentakerfin að kverúlantast.

Þú verður að kunna á kennarann

Meistaranemandi í Lagadeild HÍ: Það fer alveg eftir kennaranum hvrenig er best að byggja upp ritgerðarspurningar.  X vill fá umfjöllun um meginreglur en Y hefur aðallega áhuga á undantekningum.

Tekið skal fram að X og Y kenna hvor sinn hluta í sama námskeiði og að ekki eru neinar vísbendingar um það í prófspurningum hvort beri að leggja áherslu á meginreglur.

Halda áfram að lesa

Velkomin til ársins 2015

Ég var í prófi í samningarétti í dag. Eitt verkefnanna snerist um mann sem gerði tilboð í reiðhjól. Að sjálfsögðu bréflega. Seljandinn svaraði einnig bréflega en þar sem væntanlegur kaupandi var í sumarbústað, las hann bréfið ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.  Í þessu dæmi staðfesti pósturinn að ábyrgðarbréfið hefði verið sett í lúguna kl 16.

Maður hefði nú kannski haldið að það væri ívíð áhugaverðara álitaefni hvenær tölvupóstur telst hafa borist manni.

Það má segja Lagadeild til hróss að ég hef enn ekki þurft að leysa verkefni þar sem menn senda tilboð og samþykki með bréfdúfum.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153290929207963

 

Troða í haus

Ég er án nokkurs vafa komin með áfallastreituröskun og þarf þessvegna að stefna Lagadeild HÍ til greiðslu skaðabóta. Ég er ekki búin að segja Eynari það en ég reikna með að hann komist að þeirri niðurstöðu að námsmatsaðferðir Lagadeildar séu Microsoft að kenna. Það er annars rétt hjá honum að Windows er drasl. Því miður er Linux það bara líka.

Játning

Ég sóaði deginum. Ekki svo að skilja að það breyti neinu um hryðjuverkaógnina eða hvor er betur kominn að hálfvitaverðlaunum ársins, Biggi lögga eða Sveinn Andri, mér fannst bara rétt að skrifta.