Engin bókakaup

Ég hef ekki þurft að kaupa eina einustu námsbók þessa önn. Bókasafnið hér er frábært og kennarar ekki að hamast við að reyna að græða á nemendum. Allar greinar sem ég hef lesið hingað til er hægt að fá á rafrænu formi í gegnum bókasafnið. Í mörgum tilvikum er hægt að hlaða greininni niður.

Tvær stórar bækur á leslistanum fékk ég í eldri útgáfu á bókasafninu. Lánstíminn 6 vikur og endurnýjað sjálfkrafa ef enginn er að bíða eftir þeim. Nýjustu útgáfurnar af þessum tveimur bókum eru á vikuláni og ég hef bara sótt þær eftir þörfum. Gildir sama þær að lánið er endurnýjað án þess að maður biðji um það.

Mér hefur liðið mjög vel þessa önn. Er rétt byrjuð að búa mig undir próf og veit svosem ekkert hvernig það mun ganga en mér líður allavega vel. Þetta er ekki páfagaukalærdómur. Ég mun aldrei ráðleggja nokkrum manni að fara í lagadeild HÍ.

Deila færslunni

Share to Facebook