Engin bókakaup

Ég hef ekki þurft að kaupa eina einustu námsbók þessa önn. Bókasafnið hér er frábært og kennarar ekki að hamast við að reyna að græða á nemendum. Allar greinar sem ég hef lesið hingað til er hægt að fá á rafrænu formi í gegnum bókasafnið. Í mörgum tilvikum er hægt að hlaða greininni niður. Halda áfram að lesa

Ég elska Strathclyde!

Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.

Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa

Önnin hafin

Önnin er að hefjast fyrst núna. Held samt að hún sé álíka löng og hjá HÍ því það er engin kennslulaus vika – ekki gert ráð fyrir neinni verkefnaviku eða upplestrarfríi. Ég skil ekki alveg hvernig ég á að fara að því að taka próf daginn eftir að kennslu lýkur, hef sennilega gert það síðast í 8. bekk. Fékk svæsið geðbólgukast þegar ég sá stundatöfluna. Halda áfram að lesa