Ég elska Strathclyde!

Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.

Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa

Útskrifuð

Við erum rétt komin úr Hrísey, þar sem við vorum síðustu viku, flesta dagana í skítakulda.

Í dag er 24. júní og enginn smá heiður að útskrifast á sjálfum Þórudeginum. Hjarta mitt svellur af stolti yfir þessari tengingu. Halda áfram að lesa