Málstofa um UN

Í gær var málstofa um uppbyggingu og hlutverk SÞ. Kennarinn,  Alan Miller, er í lögfræðingateymi á vegum SÞ.

Hann byrjaði tímann á því að taka fram að hann ætlaði ekkert að mata okkur á efni sem við gætum lesið sjálf heldur að halda uppi umræðum um stöðu SÞ. Svo fór hann bara að segja sögur af reynslu sinni. Hann náði algerlega athygli hópsins og fljótlega sköpuðust góðar umræður.

Í seinni tímanum sagði hann að hann hefði eiginlega ætlað að skipta okkur í umræðuhópa en fyrst væri góð umræða í gangi þá skyldum við bara halda henni áfram. Hér er semsagt ekki markmiðið að komast yfir efnið heldur að dýpka skilning nemenda og að tímarnir skilji eitthvað eftir.

Hér eru menn heldur ekkert hræddir við „heitar kartöflur“. Alan sagði t.d. hreint út að hann teldi Trump ekki bara ógn við heimsfriðinn og viðleitni til að draga úr umhverfisspjöllum með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja, heldur líka ógn við tilvist SÞ.

Deila færslunni

Share to Facebook